Háskólinn á Bifröst rannsakar fyrir ferðaþjónustuna
Háskólinn á Bifröst og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa gert samninga um tvö rannsóknaverkefni á sviði ferðaþjónustu. Annað verkefnanna fjallar um umfang íbúðagistingar og þróun á lagalegu umhverfi hennar. Hitt verkefnið er rannsókn á launum í ferðaþjónustu í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Þessi verkefni verða að mestu leyti unnin í sumar á Bifröst og miðað er við að nemendur Háskólans á Bifröst aðstoði eftir föngum við rannsóknirnar. Verkefnunum á að vera lokið í október. Fleiri rannsóknaverkefni eru í undirbúningi.
Rannsóknaverkefnin eru valin í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og er ætlað að auka þekkingu á ferðaþjónustu sem atvinnugrein og vera framlag til að efla þannig innviði ferðaþjónustunnar og styrkja grunn faglegrar umræðu og ákvarðanatöku um málefni hennar. Sérstakt framlag að fjárhæð 60 millj. kr. var veitt til að styrkja rannsóknir í ferðaþjónustu í fjárlögum þessa árs.
Rannsóknaverkefnin skapa möguleika fyrir áhugaverð sumarstörf fyrir nemendur Háskólans á Bifröst sem búa á staðnum. Það styður við þá viðleitni Háskólans á Bifröst að skapa ný atvinnutækifæri á Bifröst til að efla staðinn og skólastarfið þar.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta