23. mars 2015

Er umsóknarferlinu lokið? - Málfundur

Bréfsending utanríkisráðherra til Evrópusambandsins þess lútandi að ríkisstjórnin hafi ekki að í hyggju að ganga í ESB og vilji ekki teljast umsóknarríki, án þess þó að draga Evrópusambandsumsóknina til baka, hefur kallað fram áleitnar spurningar um stöðu Íslands í Evrópumálum. 

Af því tilefni boðar Félagsvísindasvið Háskólans á Bifröst til málfundar um  stöðu Íslands í Evrópumálum og um áhrifin á tengsl Íslands við Evrópusambandið og aðildarríki þess. 

Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs hefur forsögu um stöðu Íslands í Evrópumálum eftir bréfsendinguna. Við erindi hans bregðast svo þeir Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og Evrópusinni og Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar.

Fundurinn fer fram á morgun þriðjudaginn 23. mars kl. 12.30, í Reykjavíkurskrifstofum Bifrastar að Hverfisgötu 4-6. Aðgangur er öllum opinn.

Smellið hér til að sjá Facebook viðburð

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta