Gæðaúttekt á Háskólanum á Bifröst
Gæðaráð íslenskra háskóla framkvæmir úttekt á Háskólanum á Bifröst dagana 24.-26. mars en áður hafa samsvarandi úttektir verið gerðar á öðrum háskólum hér á landi, síðast á Háskóla Íslands í janúar sl. Úttektarnefndin er skipuð tveimur fulltrúum gæðaráðsins, tveimur erlendum sérfræðingum og nemanda við Listaháskóla Íslands. Þeim til fulltingis eru tveir fulltrúar frá Rannís sem annast skrifstofuhald og framkvæmdastjórn fyrir Gæðaráðið. Gæðaráð íslenskra háskóla var sett á laggirnar 2011 og er skipað sex erlendum sérfræðingum í gæðamálum á háskólastigi.
Úttektin er fer fram með fundum með yfirstjórn skólans, öllum helstu nefndum og ráðum skólans, nemendum og kennurum. Úttektarnefndin hefur kynnt sér háskólaþorpið á Bifröst og útibú skólans við Hverfisgötu í Reykjavík. Til grundvallar úttektinni liggja ítarlegar sjálfsmatsskýrslur skólans sjálfs og fagsviðanna þriggja, viðskiptasviðs, lagasviðs og félagsvísindasviðs.
Mikið undirbúningsstarf hefur verið unnið í Háskólanum á Bifröst í aðdraganda heimsóknar úttektarnefndarinnar og hafa fjölmargir í skólanum lagt þar hönd á plóg.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta