14. apríl 2015

Opinn dagur á Bifröst 1. maí

Þann 1. maí verður opinn dagur á Bifröst sem er árlegur viðburður hjá skólanum. Háskólaþorpið fer þá í sparifötin og býður alla gesti velkomna í heimsókn og skoða aðstöðu nemenda og vistaverur. Nemendur, kennarar og starfsfólk kynnir námið við skólann og íbúðir og herbergi nemenda verða einnig sýndar.

Boðið verður upp á gönguferðir um þorpið og hægt verður að skoða íbúðir og annað húsnæði á svæðinu. Þar má nefna líkamsræktina, heitu 
pottana, bókasafnið, kaffihúsið og leikskólann.

Fjölbreytt skemmtun fyrir alla

Leikhópurinn Lotta mætir á svæðið með frábæra skemmtun fyrir börn á öllum aldri. Loftboltar fyrir eldri börnin, hoppukastalar, vöfflur og kaffi, auk skemmtilegra leikja þar sem meðal annars verður hægt að vinna glæsilega Lenovo spjaldtölvu.

Dagskrá námskynninga

14.30 Háskólagátt
15.00 Viðskiptasvið
15.30 Lögfræðisvið
16.00 Félagsvísindasvið
 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta