24. mars 2015

Auglýsing um aðalfund Hollvinasamtaka Bifrastar 2015

Aðalfundur Hollvinasamtaka Bifrastar verður haldinn  í Reykjavík, í fundarsal Háskólans á Bifröst að Hverfisgötu  4-6, 5. hæð, miðvikudaginn  8. apríl 2015, kl. 20:00.

Dagskrá samkvæmt félagslögum, (sjá:  www.hollvinir.bifrost.is)

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst segja frá starfi skólans. Einnig mun Óli H. Þórðarson formaður stjórnar Hollvinasjóðs Bifrastar greina frá starfsemi Hollvinasjóðsins.

Hollvinir eru hvattir til að mæta.

Stjórnin

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta