4. maí 2015

Dr. Eiríkur Bergmann gerir útgáfusamning við Palgrave McMillan

Eiríkur Bergmann prófessor við Háskólann á Bifröst hefur gert samning við útgáfurisann Palgrave McMillan um útgáfu á næstu bók sinni sem mun fjalla um sögu þjóðernishyggju og hægri öfga flokka á Norðurlöndunum.

„Norræn þjóðernishyggja hefur verið rannsökuð í bútum, þ.e í hverju landi fyrir sig, en það hefur enn ekki verið framkvæmd nein samanburðarrannsókn,“ segir Eiríkur Bergmann en hann hefur gert samning við alþjóðlegu útgáfuna Palgrave McMillan um útgáfu á fræðibók um sögu hægri öfgaflokka og þjóðernishyggju á Norðurlöndunum. „Ég mun grafast fyrir um það hvort norræn þjóðernishyggja sé frábrugðin öðrum og hvort það sé til eitthvað sem heitir sam-norræn þjóðernishyggja.“

Háskólinn á Bifröst óskar Eiríki til hamingju með samninginn sem er merkur áfangi hjá hverjum fræðimanni. Eiríkur kennir námskeið í grunnnámi skólans en einnig kennir hann í meistaranámslínunni alþjóðleg stjórnmálahagfræði sem hægt er að kynna sér nánar hér.

Eiríkur gaf út skáldsöguna Hryðjuverkamaður snýr heim á dögunum og óskar skólinn honum jafnframt innilega til hamingju með útgáfu þeirrar bókar.  Nánar um þá bók hér.