21. maí 2015

Góðir gestir í heimsókn á Bifröst

Dagana 1. og 2. maí fékk Háskólinn á Bifröst góða gesti í heimsókn þegar 30 ára og 40 ára útskriftarárgangar Samvinnuskólans komu í heimsókn.

Um 20 manna hópur 30 ára nemenda sem útskrifuðust 1. maí 1985 úr Samvinnuskólanum kom í heimsókn þann 1.maí.  Þau áttu fund í Aðalbóli með Vilhjálmi rektor og Halli formanni Hollvinasamtakanna.  Á fundinum afentu þau peningagjöf sem þau síðan lögðu inn á reikning Hollvinasjóðs Bifrastar.  Síðan gekk Þórir Páll með þeim um skólahúsin, þau kíktu á gömlu herbergin sín og stöldruðu lengi við gömlu skólaspjöldin í Helvíti.  Að því loknu gengu þau um háskólaþorpið með leiðsögn nemenda. Í lokin var þeim svo boðið í kaffi og vöfflur í boði skólans.

Á laugardeginum 2. maí kom svo hópur 40 ára nemenda sem útskrifuðust frá Samvinnuskólanum 1. maí 1975 í heimsókn.

Þau áttu fund með Vilhjálmi rektor í Aðalbóli og í framhaldi af því fóru þau í skoðunarferð með Þóri Páli um skólahúsin og um háskólaþorpið.  Þau fóru síðan í gönguferðir um nágrennið, m.a.  að Glanna og í Paradísarlaut.  Um kvöldið borðuðu þau saman í hátíðarsal skólans og gistu á Hótel Bifröst um nóttina.

Skólinn þakkar þessum hópum kærlega fyrir komuna og sýndan velvilja í garð skólans. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta