21. maí 2015

Franskir starfsnemar á Bifröst

Í sumar verða tveir starfsnemar frá Frakklandi að störfum hjá Háskólanum á Bifröst í sjö vikur, þær Mathilde Nicollet og Lisa Ollivier. Þær munu aðstoða alþjóðaskrifstofu með að afla gagna um samstarfsskóla auk þess að finna markhópa fyrir Alþjóðlega sumarskólann sem að áætlað er að setja á stofn sumarið 2016, nánar hér. Þær munu aðstoða Hótel Bifröst við að þýða heimasíðu hótelsins yfir á fágaða frönsku auk þess að finna nýjar frönskumælandi ferðaskrifstofur og stofna til tengsla við þær. Á vorönn voru þær skiptinemar hér frá ESDES í Lyon en fólust eftir því að framlengja dvöl þeirra þar sem þeim líður ákaflega vel hér á Bifröst og vilja þær vera hér áfram eins lengi og hægt er.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta