5. maí 2015

Háskólinn á Bifröst og Knattspyrnudeild Skallagríms auglýsa eftir umsóknum um Bifrastarstyrk

Í Bifrastarstyrknum felst að skólagjöld við Háskólann eru felld niður gegn því að leikmaðurinn leiki knattspyrnu með meistaraflokki Skallagríms á samningstímanum, sem er eitt skólaár eða samkvæmt nánara samkomulagi. Í umsókninni þarf að koma fram starfsferill, námsferill og knattspyrnuferill auk annarra þátta sem umsækjandi telur mikilvægt að komi fram.

 

Umsóknir sendist á ivar@menntaborg.is fyrir 10. maí næstkomandi.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um styrkinn hjá formanni Knattspyrnudeildar Skallagríms, Ívari Erni Reynissyni, í síma 695 2579 eða á fyrrgreindu netfangi.