10. september 2015

Þingflokkur Framsóknarflokksins á Bifröst

Þingflokkur Framsóknarflokksins hélt hefðbundinn undirbúningsfund vegna haustþings á Bifröst dagana 1. og 2. september.  Háskólinn á Bifröst starfar á grunni Samvinnuskólans sem stofnaður var af Jónasi Jónssyni frá Hriflu árið 1918 en hann fyrsti formaður Framsóknarflokksins og leiddi stofnun hans. Bókasafn Jónasar er varðveitt á Bifröst en það geymir merka sögu og þá hugmyndafræði sem Framsóknarflokkurinn byggði á og þróaði áfram.  

Á fundi þingflokksins hélt Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, erindi um sögu skólans og erindi hans við samfélagið.  Í framhaldi af erindinu urðu góðar umræður um stöðu og hlutverk skólans og framtíðaráform.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta