Gulleggið leitar að nemendum í verkefnastjórn 8. september 2015

Gulleggið leitar að nemendum í verkefnastjórn

Gulleggið leitar að nemendum í verkefnastjórn Gulleggsins 2015-2016

Háskólinn á Bifröst mun aftur gerast þátttakandi í Gullegginu sem er frumkvöðlakeppni á vegum Klak-Innovit . Hér að neðan er hvatningabréf beint til allra nemenda Háskólans á Bifröst. Þar er m.a. auglýst eftir nemendum í verkefnastjórn keppninnar sem er skemmtilegt starf og veitir góða innsýn inn í keppnina og öllu því sem að henni snýr.

Klak Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefnastjórn Gulleggsins fyrir veturinn 2015-2016.

Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins. Verkefnið er stórt og krefjandi en það er líka spennandi, skemmtilegt og veitir þeim sem taka þátt dýrmæta reynslu. Við leitum að einstaklingum á öllum aldri og úr öllum deildum skólans.

Verkefnastjórn Gulleggsins vinnur að skipulagningu keppninnar í samvinnu við verkefnastjóra og í því felst meðal annars:

· Skipuleggja viðburði

· Markaðssetja keppnina

· Efnisgerð s.s fréttir, myndir og myndbönd

· Stýra miðlum og forritum er snúa að keppninni

· Samskipti við keppendur

Auk annarra verkefna sem snúa að skipulagningu keppninnar.

Á hverju ári sækja tugir nemenda um að fá að taka þátt í verkefnastjórn Gulleggsins en því miður komast færri að en vilja. Við viljum því biðja áhugasama um að sækja um hér: https://innovit.wufoo.eu/forms/umsakn-verkefnastjarn-gulleggsins-2016/ fyrir 14. september nk.

Á meðal fyrirtækja sem hafa tekið þátt í Gullegginu í gegnum tíðina eru Clara, Meniga, Karolina Fund, Solid Clouds, Radiant Games, Litla gula hænan, Videntifier, Pink Iceland, Betri Svefn, Gracipe, Crowbar Protein og Eski Tech svo einhver séu nefnd. Allar nánari upplýsingar um Gulleggið er að finna á www.gulleggid.is

Um Klak Innovit:

Klak Innovit hjálpar fólki að gera hugmyndir sínar að veruleika. Verkefni Klak Innovit eru fjölbreytt en þeirra á meðal eru Startup Reykjavík, Gulleggið, Startup Weekend, Startup Energy Reykjavík, Nýsköpunarhádegi, Alþjóðleg athafnavika, SeedForum, óformleg MeetUp og erlend samstarfsverkefni ásamt fleiri smáum og stórum verkefnum.

Klak Innovit er einkafyrirtæki rekið í almannaþágu í eigu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Nýherja og nokkurra einstaklinga sem tekið hafa þátt í stofnun og starfi félagsins í gegnum tíðina.

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband á svava@innovit.is
Við hlökkum til að heyra frá þér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta