Fréttir og tilkynningar
8. september 2015
Gulleggið leitar að nemendum í verkefnastjórn
Háskólinn á Bifröst mun aftur gerast þátttakandi í Gullegginu sem er frumkvöðlakeppni á vegum Klak-Innovit . Hér að neðan er hvatningabréf beint til allra nemenda Háskólans á Bifröst. Þar er m.a. auglýst eftir nemendum í verkefnastjórn keppninnar sem er skemmtilegt starf og veitir góða innsýn inn í keppnina og öllu því sem að henni snýr.
Lesa meira
4. september 2015
Nemendum á Bifröst heldur áfram að fjölga
Nemendum í Háskólanum á Bifröst heldur áfram að fjölga, en í haust verða um 630 nemendur við nám í skólanum en síðastliðið haust voru þeir 617. Fjölgunin er fyrst og fremst meðal nemenda í háskóladeildunum en 500 nemendur eru nú í grunnnámi og meistaranámi á háskólastigi.
Lesa meira
3. september 2015
Fjórir starfsmenn hlupu heilt maraþon.
Fjórir starfsmenn háskólans á Bifröst tóku sig til og hlupu heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nú í ágúst eða 42 kílómetra.
Lesa meira
2. september 2015
37 milljónir í ESB styrk fyrir starfsmenntun í ferðaþjónustu
Þann 1. september, hófst formlega tveggja ára evrópskt verkefni sem miðar að endurbótum í starfsmenntun í ferðaþjónustu. Erasmus+, starfsmenntaáætlun ESB, styrkir verkefnið um 36,9 milljónir króna. Rannsóknasetur verslunarinnar og Háskólinn á Bifröst stýra verkefninu, en auk íslenskra þátttakenda taka þátt aðilar frá Ítalíu, Austurríki og Finnlandi. Samtök ferðaþjónustunnar er einnig aðili að verkefninu.
Lesa meira
31. ágúst 2015
Stór hópur skiptinema við Háskólann á Bifröst
Fjöldi skiptinema stundar nú nám við Háskólann á Bifröst en þessa haustönnina eru þeir 23 talsins frá 14 löndum. Flestir koma frá Þýskalandi, Singapore, Tékklandi, Japan, Hollandi og Ungverjalandi. Skiptinemarnir setja svip sinn á samfélagið með nærveru sinni og hópurinn í ár er bæði fljótur að aðlagast aðstæðum og að kynnast íslenskum samnemendum sínum.
Lesa meira
28. ágúst 2015
Gjöf til samfélagsins á Bifröst
Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst færði á dögunum samfélaginu á Bifröst nýtt Canberra gasgrill. Leitaði Sjéntilmannaklúbburinn eftir samstarfsstyrk hjá Bauhaus sem tók vel í beiðnina. Bauhaus fékk svo grillframleiðandann OutdoorChef í Þýskalandi til að fullkomna samstarfið.
Lesa meira
25. ágúst 2015
Rússneskur starfsnemi að störfum hjá alþjóðasviði
Um þessar mundir er rússneskur starfsnemi að störfum hjá alþjóðasviði Háskólans á Bifröst.
Lesa meira
28. júlí 2015
Skiptinemi við Bifröst sigraði í alþjóðlegri samkeppni og verður starfsnemi hjá SÞ
Sarah-Lea Effert var skiptinemi frá Þýskalandi við Háskólann á Bifröst skólaárið 2013 - 2014. Á Bifröst fór hún með hlutverk "sendiherra Bandaríkjanna" í Bifröst Model UN (hermileikur SÞ) haustið 2013 sem haldið var í tengslum við námskeið Dr. Magnúsar Árna Magnússonar í alþjóðastjórnmálum.
Lesa meiraDr. Sigrún Lilja Einarsdóttir nýr sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, lektor, verður nýr sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún hefur starfað sem lektor á félagsvísindasviði og viðskiptasviði frá því í desember 2012 og þar áður sem aðjúnkt og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst frá 2010.
Lesa meira