Bifröst tekur þátt í Arctic Circle
Háskólinn á Bifröst hefur skipulagt tvær málstofur um mikilvægi menntunar á strjábýlum svæðum á Norðurslóðum sem hluta af dagsrká Arctic Circle ráðstefnunnar sem fram fer í Hörpu, Reykjavík, dagana 16.-18 október. Málstofurnar eru skipulagðar í samvinnu við University of Arctic og samstarfsaðila í Barrow, Alaska.
Menntun er lykilþáttur í sjálfbærri þróun Norðurslóða. Hækkað menntunarstig hefur ekki aðeins jákvæð efnahagsleg áhrif heldur getur aukin menntun styrkt bæði einstaklinga og samfélög á margvíslegan hátt. Jafnvel þó aðstæður á Norðurslóðum séu ólíkar á milli landa þá kljást strjábýl svæði á Norðurslóðum að mörgu leyti við sambærilegar áskoranir. Samgöngur til og frá afskekktra samfélaga geta verið erfiðar, ekki síst yfir vetrartímann, og menntaðir kennarar eru ekki alltaf til staðar. Þróun síðustu ára gefur þó líka tilefni til bjarsýni. Menntunarstig er að hækka á mörgum svæðum og ný tækni skapar tækifæri fyrir aukið fjarnám.
Á málstofunum tveimur verður fjallað um ýmsar hliðar menntunar á strjábýlum svæðum á Norðurslóðum. Í annarri málstofunni munu þátttakendur deila reynslu af vel heppnuðum verkefnum á háskólastigi en í síðari málstofunni verður rætt um með hvaða hætti sé hægt að samþætta þekkingu frumbyggja og staðbundna þekkingu inn í hið formlega menntakerfi á öllum stigum menntunar. Þrír fyrirlesarar frá Bifröst taka þátt í málstofunum, þau Vilhjálmur Egilsson, rektor, Geirlaug Jóhannsdóttir, aðjúnkt og Ingólfur Arnarsón, lektor.
Fyrri málstofan fer fram föstudaginn 16. október kl. 16:30-18:00 en sú síðari laugardaginn 17. október kl. 15:30-17:00. Auður H Ingólfsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst, er fundarstjóri á báðum málstofunum.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta