16. október 2015

Nýr málalykill samþykktur af Þjóðskjalasafni

Þórný HlynsdótirÞjóðskjalasafn Íslands hefur samþykkt málalykil Háskólans á Bifröst fyrir tímabilið 1. janúar 2016-31. desember 2020. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir gæðamál háskólans. Háskólinn á Bifröst hefur sett sér stefnu um skjalastjórnun og markmiðin með henni eru meðal annars að byggja upp sameiginlegt minni háskólans í viðurkenndu skjalakerfi, þannig að öll skjöl sem varða málefni skólans séu varðveitt á einum stað. Þau séu einnig varðveitt í samræmi við lög og reglugerðri, væntingar viðskiptavina og hagsmunaaðila um afgreiðslu mála og verndun persónuupplýsinga. Ráðist verður í átaksverkefni til þess að koma á í veg fyrir ósamræmda vistun skjala á einkasvæðum, sameiginlegum svæðum, í tölvupósti,  einkatölvum og færanlegum miðlum. Virk skjalastjórnun eykur skilvirkni og auðveldar viðeigandi aðilum aðgang að skjölum og tryggir þannig gott upplýsingastreymi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta