27. október 2015

Veist þú um jólagjöf ársins 2015?

Nú nálgast jólin óðfluga og þau hjá Rannsóknasetri verslunarinnar eru strax farin að hlakka til og hefja jólaundirbúninginn. En jólin er ekki bara kramarhús og kandís. Hjá þeim er hefð fyrir því að gefa út spárit um jólaverslunina auk þess sem þau reyna að spá fyrir um "jólagjöf ársins".

Spáin um jólagjöf ársins er skemmtileg hefð þar sem óskað er eftir hugmyndum og þar með talið þinni um það hvaða jólagjöf verði vinsælust og falli best að tíðarandanum. Hugmyndunum er svo safnað saman og þær að lokum lagðar fyrir dómnefnd skipaða sérvöldum neytendafrömuðum og annáluðu smekkfólki sem er með puttann á neyslumarkaðnum.

Því langar okkur að biðja þig um að segja okkur hvað þú heldur að verði og finnst að eigi að vera jólagjöfin í ár! Þú mátt nefna eins margar hugmyndir og þú vilt en þær verða alllar að vera eitthvað sem þú telur líklegt að verði mikið gefið í jólagjafir í ár.

Allt sem þú þarf að gera er að fara inn á eftirfarandi slóð og skrá hugmyndina eða hugmyndirnar þínar!

https://sarpur.bifrost.is/jolagjof2015/

Jólagjafahugmyndirnar verða að fela í sér:

* Að varan sé vinsæl meðal neytenda
* Að varan seljist vel
* Að hún falli vel að tíðarandanum.

Það er til mikils að vinna. Fyrir utan heiðurinn sem af hlýst verður 20.000 króna gjafabréf veitt í verðlaun þeim þátttakanda sem kemur með vinnings tillöguna!

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta