29. október 2015

Prófessor frá Kanada gestakennari á Bifröst

Dr. Carolyn Crippen og Sigurður Ragnarsson, 
sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs.

Dr. Carolyn Crippen, dósent í forystufræðum við University of Victoria í Kanada, var gestakennari við háskólann á Bifröst í haust. Að auki var hún aðalfyrirlesari á ráðstefnunni um Þjónandi forystu á Bifröst í september, sem haldin var af Þekkingarsetri um þjónandi forystu á Íslandi og háskólanum á Bifröst. Húsfyllir var á ráðstefnunni og mikil ánægja var með framúrskarandi framlag Dr. Crippen, þ.á.m. erindi um Margréti Benedictsson, sem var brautryðjandi í hópi Vestur Íslendinga í Kanada.

 

Dr. Crippen sendi Háskólanum á Bifröst kveðjuorð og hafði þetta að segja:

“Það var mikil gæfa að fá að dvelja þessar 7 vikur við Háskólann á Bifröst. Á meðan dvöl minni stóð kynnti ég tvær greinar um Þjónandi forystu á ráðstefnu sem haldin var af Greenleaf samtökunum á Íslandi á Bifröst. Þá hélt ég tvo fyrirlestra, einn fyrir grunnnema og einn fyrir meistaranema um hugmyndafræði Þjónandi forystu. Nemendurnir voru mjög áhugasamir og spurðu margra áleitna spurninga. Í mínum augum sé ég Háskólann á Bifröst sem skapandi og lifandi menntastofnun, en einnig stað sem eflir huga nemenda undir góðri og öflugri stjórn hæfra kennara og starfsfólks. Rektor skólans hefur sett há viðmið varðandi gæði námsins í öllu starfi skólans. Háskólinn á Bifröst þjónar íslensku samfélagi vel í dag og mun gera í framtíðinni”.

Sviðsstjóri viðskiptasviðs Sigurður Ragnarsson var ánægður með heimsókn Dr. Crippen og sagði:

Það var sannur heiður að hafa Dr. Crippen og eiginmann hennar Al hér á Bifröst og við þökkum þeim innilega fyrir framlag þeirra.  Við óskum þeim alls hins besta og vonum að þau komi fljótt aftur.”

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta