Innleiða siðferðileg gildi og sjálfbærni inn í kennslu
Anna Elísabet Ólafsdóttir aðstoðarrektor og Halla Tinna Arnardóttir verkefnisstjóri kennslu við Háskólann á Bifröst, sóttu námskeið í liðinni viku hjá CBS (Copenhagen Business School) í Kaupmannahöfn. Námskeiðið er ætlað háskólum sem eru þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi Sameinuðu þjóðanna, PRiME (Principles of Responsible Management Education). Á námskeiðinu er farið yfir mikilvægi þess að innleiða samfélagslega ábyrgð og siðferðileg gildi inn í einstök námskeið og námsbrautir ekki síst viðskiptafræði.
Markmið námskeiðsins er að aðstoða háskóla við að innleiða siðferðileg gildi og sjálfbærni inn í kennslu og þjálfun nemenda sem og inn í skólastarfið í heild sinni. Háskólinn á Bifröst hefur verið þátttakandi í PRiME frá árinu 2012 og er nú að leggja aukna áherslu á að innleiða hugmyndfræðina inn í kennslu og starf skólans.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta