Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.
Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”. Varpað verður t.d. ljósi á hvernig hógværð og auðmýkt leiðtogans eflir starfsgetu og starfsánægju starfsmannanna og að margt bendi til þess ,,að tími frekjuhundsins er líklega liðinn”.
Dagskrá:
10:00: Opnun ráðstefnu
10:10 – 10:50:
Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada. Margaret Benedictsson 1866-1956: Pioneer & Social Activist
10:55 – 11:15:
Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning. (Ó)meðvituð þjónandi forystu innan Johan Rönning
11:20 – 11:40:
Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Þjónandi forysta í stjórnun sveitarfélags
11:45 – 12:05:
Róbert Jack, heimspekingur, Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga
12:10 – 13:40: Hlé og samtal í hópum
13:40 – 14:10:
Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn. The servant leadership of change – Successful change required leaders to stand back
14:15 – 14:35:
Hildur Eir Bolladóttir, prestur og rithöfundur Akureyri. Að finna merkingu og styrk í vanmætti sínum
14:35 – 14:55:
Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst. Skipulag og þjónandi forysta.
15:00 – 15:25:
Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada. Begin with Listening
15:30: Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjórar: Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir.
Hvað er heillandi við þjónandi forystu? Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir meistaranemi í forystu og stjórnun lýsir reynslu sinni af þátttöku í ráðstefnu um þjónandi forystu.
Viðtal við Einar Svansson lektor um erindi hans á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015.
Dr. Carolyn Crippen:
Hótel Bifröst býður ráðstefnugestum eftirfarandi:
- Skemmtiferð eftir ráðstefnuna í Surtshelli þar sem boðið verður uppá létta hressingu.
- Heimsókn í Borgfirsku bruggverksmiðjuna Steðja.
- 3ja rétta veislukvöldverður að kvöldi ráðstefnudags
- Gisting með morgunverði
- Ást og friður
Verð: 20.900 kr. per mann. Sjá nánar hér á heimasíðu Hótel Bifröst
Skráning á ráðstefnuna og greiðsla fer fram í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor (128 bita dulkóðun, sama og í heimabankanum). Einnig er velkomið að greiða í gegnum netbanka: 331 26 4804, kt. 480411-2260 og senda um leið tilkynningu til ritari@thjonandiforysta.is sem getur sent til baka staðfestingu á greiðslu. Fyrir sérstakar fyrirspurnir eða til að fá staðfestingu vegna endurgreiðslu frá stéttarfélagi vinsamlega sendið skilaboð til ritari@thjonandiforysta.is. Innifalið í þátttökugjaldi eru námsgögn, kaffiveitingar og hádegisverður.
Nemendagjald: kr. 12.500. Sérkjör fyrir nemendur. Alls til sölu 50 nemendamiðar, fyrstir koma fyrstir fá. ATH. Nemendur vinsamlega skrái í athugasemdadálkinn upplýsingar um nám og háskóla. Hér er hlekkur á sérkjör nemenda.
Nemendaskráning
Skráning á ráðstefnuna
Samferða á ráðstefnuna? Hér er slóð á facebookhóp fyrir þá sem vilja semja um að verða samferða á ráðstefnuna.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta