23. september 2015
Frumkvöðlar á Bifröst
Nýsköpun og frumkvöðlafræði er námskeið við Háskólann á Bifröst og taka 28 nemendur þátt í því. Eftir góða hugarflugsfundi í upphafi námskeiðsins vinna nemendurnir nú með 8 hugmyndir og eru að skrifa um þær hnitmiðaðar viðskiptaáætlanir. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar og margar líklegar til að geta orðið að raunveruleika. Góðir gestir hafa komið og miðlað að frumkvöðlareynslu sinni. Þeirra á meðal eru þau Sesselja Vilhjálmsdóttir frá Tagplay og Sigursteinn Sigurðsson frá Hugheimum.
Sesselja Vilhjálmsdóttir
Sigursteinn Sigurðsson
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta