29. september 2015

Nýr samningur um ljósleiðara undirritaður

Í september undirrituðu Vilhjálmur Egilsson Rektor, fyrir hönd Háskólans á Bifröst, og Erling Freyr Guðmundsson, fyrir hönd Gagnaveitu Reykjavíkur, nýjan samning um ljósleiðarasambönd skólans. Fyrri samningur skólans við Gagnaveitu Reykjavíkur fellur þar með úr gildi um næstu mánaðarmót og sá nýi tekur gildi frá sama tíma. Nýi samningurinn er mun hagstæðari skólanum en fyrri samningur var, og er liður í endurbótum er snúa að  rekstri og þjónustu skólans við nemendur.

Háskólinn á Bifröst kappkostar að halda uppi góðri þjónustu við nemendur og er þessi samningur stór liður í þeirri viðleitni. 

 

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta