9. október 2015

Sjentilmenn gefa leikskólabörnum á Bifröst glaðning

Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst lét gott af sér leiða á dögunum með því að gefa börnum á Leikskólanum Hraunborg smá glaðning líkt og undanfarin fimm ár.

Þetta árið varð buff, mappa og sundpoki fyrir valinu hjá Sjentilmönnum sem allt eru mikilvægir hlutir hjá börnum á þessum aldri. Sundpokinn nýtist vel í sundferðir fjölskyldunnar í pottasvæðið á Bifröst eða sundlaugina í Borgarnesi og buffið getur kemur sér vel utan um blautt hárið.  Mappan hentar svo mjög vel fyrir öll listaverkin sem börnin gera á Hraunborg og því gott að nýta hana þegar kemur að því að ferja listaverkin heim úr leikskólanum.

Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst leitaði stuðnings Arion banka og Vífilfells líkt og undanfarin ár og voru þessi fyrirtæki svo sannarlega tilbúin í verkefnið. „Fyrir það erum við þakklátir og það er okkar von að gjafirnar hafi komið að góðum notum og að börnin séu ánægð með þær“, sagði Hallur Jónasson formaður Sjentilmannaklúbbsins á Bifröst.

Árin áður hafa Sjéntilmenn gefið leikskólabörnum meðal annars vatnsbrúsa, derhúfur, buff, sundpoka, handklæði, endurskinsmerki og fleira.

Frábært framtak hjá klúbbnum og eiga þeir þakkir skilið. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta