Kynnti rannsóknir sínar á ráðstefnu í Istanbul
Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent, tók í síðustu viku þátt í ráðstefnunni Strategic Public Management Symposium sem er haldin árlega við Marmara University í Istanbul í Tyrklandi. Magnús ræddi þar um viðbrög íslenskra sveitarfélaga við kreppunni og kynnti þar grein sem hann hefur unnið um málið.
Magnús var einnig þátttakandi í pallborði á ráðstefnu sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt á Grand Hotel þann 26. október síðastliðinn með þátttöku erlendra fræðimanna og fjallaði hann þar um spurninguna "Hvað getum við lært og hagnýtt okkur af norrænni reynslunni og hvað segja íslenskar rannsóknir okkur?"
Magnús gerir það ekki endasleppt í ráðstefnusókninni um þessar mundir og kynnir nýlega rannsókn sína á sóknaráætlunum sveitarfélaga á Þjóðarspegli 2015 sem haldinn er við Háskóla Íslands föstudaginn 30. október. Meðfylgjandi er mynd af Magnúsi að kynna rannsóknir sínar á ráðstefnunni í Istanbul.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta