3. desember 2015

Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna

Málþing á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Bifröst.  

Hvenær: Fimmtudaginn 3. des. 2015 kl. 13-17

Hvar: Stofu V-101                                                                                

 

 

 

Dagskrá

13.00 Setning

13.10 Hvað einkennir nauðgunarbrot sem kærð eru til lögreglu?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst, segir frá niðurstöðum rannsóknar um einkenni og afdrif nauðgunarmála sem lögregla rannsakaði á árunum 2008 og 2009.

13.40 „Ég trúði henni ekki í fyrstu af því ég taldi mig vita að hún væri tiltölulega lauslát” 

Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, segir frá niðurstöðum rannsóknar á dómum Hæstaréttar um nauðgun unglingsstúlkna.

14.10 Sönnunargögn og sönnunarmat dómstóla.

Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og formaður dómstólaráðs.

14.40 Kaffihlé

15.00 „ Þá kviknar bara eitthvað út í bæ sko sem síðan verður bara að þessu ógeði."

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, meistaranemi í félagsfræði fjallar um niðurstöður rannsóknar á viðbrögðum við nauðgunarkærum í litlum bæjarfélögum.

15.30 Á ég að kæra? Áskoranir þolenda kynferðisbrota við ákvörðun um kæru.

Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu geðsviðs Landspítala og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.

16.00 Kynferðisbrot í fjölmiðlum: Úthald og fréttamat.

Þorbjörn Broddason prófessor

16.30 Umræður og fyrirspurnir

17.00 Málþingslok

 

Fundarstjóri: Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari við Hæstarétt Íslands.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta