Ný bók um menningarhagfræði á ensku eftir Ágúst Einarsson
Háskólinn á Bifröst hefur gefið út bókina Cultural Economics eftir dr. Ágúst Einarsson prófessor. Í bókinni er fjallað um virði, skapandi atvinnugreinar, eftirspurn og framboð innan menningar, hlutverk stjórnvalda og markmið og mótun menningarstefnu. Fjallað er jafnframt um menningarlega arfleifð og tengsl menningar við þróunarmál sem og alþjóðlega verslun, markaðsmál, fjármál og stjórnun í menningariðnaði.
Framleiðsla og sala á menningarlegum afurðum getur verið enn umfangsmeiri í íslensku efnahagslífi en nú er sem felur í sér margvísleg tækifæri til betri lífskjara í framtíðinni.
Dr. Ágúst Einarsson er prófessor við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum og var meðal annars alþingismaður. Ágúst hefur skrifað margar bækur, þar á meðal Hagræn áhrif tónlistar, Hagræn áhrif kvikmyndalistar og Hagræn áhrif ritlistar.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta