23. nóvember 2015
Alþjóðafulltrúi heimsótti samstarfsskóla í Singapore
Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst fór til Singapore í lok október og heimsótti þar tvo samstarfskóla, SP Jain School of Global Management og Singapore Management University. Tilgangur ferðarinnar var að kynna Sumarskólann 2016 og vakti heimsóknin mikla athygli eins og myndirnar sýna.
„Heimsóknin gekk betur en ég þorði að vona og er ég vongóður um að fjöldi nemenda frá Singapore sæki um Sumarskólann næsta sumar. 80 nemendur sóttu kynninguna sem spurðu mig ýmissa spurninga og voru afar áhugasöm.“
Karl fékk höfðinglegar móttökur frá skólunum tveimur og heppnaðist ferðin vel í alla staði.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta