Fréttir og tilkynningar

Málsaðilar tjá sig ekki – kerfið svarar ekki fyrir sig 20. nóvember 2015

Málsaðilar tjá sig ekki – kerfið svarar ekki fyrir sig

Nomos, félaga laganema, hélt í vikunni málstofu um beitingu gæsluvarðhalds í tengslum við rannsóknir kynferðisbrotamála. Tilefnið var hin mikla umræða sem hefur skapast um almannahagsmuni í kjölfar þess að ekki var farið fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna við rannsókn lögreglu á nauðgun nýverið. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs, hélt erindi en hún vann að rannsókn á einkennum og meðferð nauðgunarmála sem lögregla á Íslandi hafði til rannsóknar árin 2008 og 2009.

Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir í Gulleggið 2016 18. nóvember 2015

Opnað fyrir umsóknir í Gulleggið 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í frumkvöðlakeppnina Gulleggið 2016. Klak Innovit stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni sem hefur það að markmiði að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Þátttakendur öðlast dýrmæta reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda sem og rekstri fyrirtækja og er því frábær vettvangur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd á markvissan hátt.

Lesa meira
Námskeið í frumkvöðlafræði fyrir konur 16. nóvember 2015

Námskeið í frumkvöðlafræði fyrir konur

Female verkefninu lýkur um næstu mánaðarmót en það hófst í september 2013. Samstarfaðilar eru sex frá fimm löndum, Íslandi, Bretlandi, Litháen, Spáni og Ítalíu en Vinnumálastofnun leiðir verkefnið. Auk Vinnumálastofnunar er Háskólinn á Bifröst samstarfsaðili.

Lesa meira
Nýsköpun í opinberri þjónustu - Ráðstefna á Bifröst 16. nóvember 2015

Nýsköpun í opinberri þjónustu - Ráðstefna á Bifröst

Símenntun Háskólans á Bifröst hélt á dögunum ráðstefnu á Bifröst þar sem evrópska samstarfsverkefninu IMPROVE var hleypt af stokkunum. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem miðar að því að auka nýsköpun í opinberri þjónustu með notkun tæknilausna í hinum dreifðari byggðum.

Lesa meira
Ljósmyndafélagið á Bifröst og Nýherji í samstarf 16. nóvember 2015

Ljósmyndafélagið á Bifröst og Nýherji í samstarf

Í byrjun skólaársins fékk Ljósmyndafélagið Bifröst úthlutað herbergi frá Háskólanum á Bifröst til að starfrækja ljósmyndastúdío og margmiðlunarherbergi fyrir nemendur háskólans. Í vikunni handsalaði svo Rolando Diaz stjórnarmaður í Ljósmyndafélaginu Bifröst samstarfssamning við Halldór Jón Garðarsson vörustjóra Canon á Íslandi.

Lesa meira
Nýtt tímarit laganema á Bifröst 10. nóvember 2015

Nýtt tímarit laganema á Bifröst

Lögbrú er tímarit laganema á Bifröst, en gefið var út nýtt tölublað s.l. föstudag. Sú nýbreytni varð á að tímaritið er nú gefið út á rafrænu formi, en hægt er að nálgast það án endurgjalds á nýjum vef Nomos, félagi laganema á Bifröst.

Lesa meira
Misserisverkefni frá Bifröst til umfjöllunar í Kjarnanum 9. nóvember 2015

Misserisverkefni frá Bifröst til umfjöllunar í Kjarnanum

Föstudaginn 6. nóvember birtist Í Kjarnanum umfjöllun um misserisverkefni frá Háskólanum á Bifröst þar sem umfjöllunarefnið var menningarlegur rasisimi. Misserisverkefnið leitaði svara við rannsóknarspurningunni: Hvað er menningarlegur rasismi og hvernig má greina hann í orðræðu á sviði íslenskra stjórnmála, í tengslum við múslima og íslam?

Lesa meira
Rekur hönnunar- og auglýsingafyrirtæki samhliða lögfræðináminu 9. nóvember 2015

Rekur hönnunar- og auglýsingafyrirtæki samhliða lögfræðináminu

Sigtryggur Arnþórsson er útskrifaður með BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Bifröst og er núna á lokametrunum í ML í lögfræði við skólann. Hann er þó líka meðeigandi að nýsköpunarfyrirtækinu //JÖKULÁ ehf sem sinnir ýmis konar hönnunarvinnu og uppsetningu á vefsvæðum. Við vildum forvitnast af hverju hann fór út í að stofna þetta fyrirtæki ásamt félaga sínum sem er nokkuð langt frá því sem hann er hefur verið að nema undanfarið.

Lesa meira
Skýrsla um umfang íbúðagistingar í ferðaþjónustu 6. nóvember 2015

Skýrsla um umfang íbúðagistingar í ferðaþjónustu

Háskólinn á Bifröst hefur gert skýrslu um umfang íbúðagistingu í ferðaþjónustu samkvæmt samningi við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra veitti henni viðtöku í dag úr höndum Vilhjálms Egilssonar rektors Háskólans á Bifröst ásamt skýrsluhöfundum.

Lesa meira