Metfjöldi skiptinema við Háskólann á Bifröst 21. janúar 2016

Metfjöldi skiptinema við Háskólann á Bifröst

Metfjöldi skiptinema stundar nú nám við Háskólann á Bifröst en þessa vorönnina eru þeir 40 talsins frá 13 löndum. Flestir koma frá Þýskalandi, Frakklandi, Tékklandi, Rúmeníu og Ungverjalandi. Skiptinemarnir setja svip sinn á samfélagið með nærveru sinni og hópurinn í ár er bæði fljótur að aðlagast aðstæðum og að kynnast íslenskum samnemendum sínum.

Móttökukvöldverðurinn var haldinn þriðjudaginn 12. janúar sl. þar sem skiptinemarnir fengu tækifæri til að kynnast sínum „skiptinema-buddies“, en það eru íslenskir nemendur sem eru áhugasamir um að kynnast og veita skipinemunum leiðsögn um lífið á Bifröst og íslenska menningu. Nemendur Háskólans á Bifröst eiga hrós skilið fyrir hlýjar móttökur og þann áhuga sem þau sýna bæði nemendunum sjálfum og framandi menningu þeirra.

Myndir frá móttökukvöldverðinum má sjá hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta