Fréttir og tilkynningar

Góðir gestir í heimsókn á Bifröst 21. maí 2015

Góðir gestir í heimsókn á Bifröst

Dagana 1. og 2. maí fékk Háskólinn á Bifröst góða gesti í heimsókn þegar 30 ára og 40 ára útskriftarárgangar Samvinnuskólans komu í heimsókn.

Lesa meira
Franskir starfsnemar á Bifröst 21. maí 2015

Franskir starfsnemar á Bifröst

Í sumar verða tveir starfsnemar frá Frakklandi að störfum hjá Háskólanum á Bifröst í sjö vikur, þær Mathilde Nicollet og Lisa Ollivier. Þær munu aðstoða alþjóðaskrifstofu með að afla gagna um samstarfsskóla auk þess að finna markhópa fyrir Alþjóðlega sumarskólann sem að áætlað er að setja á stofn sumarið 2016.

Lesa meira
Heiðurslaun listamanna – Málþing í Iðnó miðvikudag 27. maí nk. kl. 14:00 – 16:00 18. maí 2015

Heiðurslaun listamanna – Málþing í Iðnó miðvikudag 27. maí nk. kl. 14:00 – 16:00

Bandalag íslenskra listamanna gengst fyrir málþingi um heiðurslaun listamanna sem Alþingi veitir árlega nokkrum hópi listamanna „sem hafa varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða störf þeirra að listum hafa skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþóðavettvangi“

Lesa meira
Alþingi veitir tvo styrki til ritunar meistara­prófs­ritgerða 16. maí 2015

Alþingi veitir tvo styrki til ritunar meistara­prófs­ritgerða

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, afhenti í dag þeim Ásgerði Snævarr og Guðna Tómassyni bréf til staðfestingar þess að þau hefðu hlotið styrki Alþingis til ritunar meistaraprófsritgerða er varða Alþingi.

Lesa meira
Meistaranemar sigruðu Gettu Bifröst 13. maí 2015

Meistaranemar sigruðu Gettu Bifröst

Það voru meistaranemar í lögfræði sem sigruðu spurningakeppnina Gettu Bifröst sem er árleg spurningakeppni á milli sviða skólans. Meistaranemarnir lögðu lið viðskiptasviðs að velli með 47 stigum gegn 28. Sigurvegararnir voru að vonum ánægðir með titilinn eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Lesa meira
Dagur ferðaþjónustu á Vesturlandi 2015 12. maí 2015

Dagur ferðaþjónustu á Vesturlandi 2015

Miðvikudaginn 13.maí verður Dagur ferðaþjónustunnar á Vesturlandi haldinn í Háskólanum á Bifröst í sal Hriflu. Þar verða áhugaverð erindi og kynningar á nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu.
Dagurinn hefst með aðalfundi Ferðamálasamtaka Vesturlands milli klukkan 10:00 og 12:00.

Lesa meira
Háskólinn á Bifröst og Knattspyrnudeild Skallagríms auglýsa eftir umsóknum um Bifrastarstyrk 5. maí 2015

Háskólinn á Bifröst og Knattspyrnudeild Skallagríms auglýsa eftir umsóknum um Bifrastarstyrk

Í Bifrastarstyrknum felst að skólagjöld við Háskólann eru felld niður gegn því að leikmaðurinn leiki knattspyrnu með meistaraflokki Skallagríms á samningstímanum, sem er eitt skólaár eða samkvæmt nánara samkomulagi. Á umsókninni þarf að koma fram starfsferill, námsferill og knattspyrnuferill auk annarra þátta sem umsækjandi telur mikilvægt að komi fram.

Lesa meira
Dr. Eiríkur Bergmann gerir útgáfusamning við Palgrave McMillan 4. maí 2015

Dr. Eiríkur Bergmann gerir útgáfusamning við Palgrave McMillan

Eiríkur Bergmann prófessor við Háskólann á Bifröst hefur gert samning við útgáfurisann Palgrave McMillan um útgáfu á næstu bók sinni sem mun fjalla um sögu þjóðernishyggju og hægri öfga flokka á Norðurlöndunum.

Lesa meira
Opinn dagur 1. maí 4. maí 2015

Opinn dagur 1. maí

Veðrið lék við gesti á Opnum degi Háskólans á Bifröst þann 1.maí þar sem þeir kynntu sér námsframboð skólans og aðbúnað háskólaþorpsins.

Lesa meira