Aðjúnkt við Háskólann á Bifröst öðlast réttindi til málflutnings við Hæstarétt Íslands 18. mars 2016

Aðjúnkt við Háskólann á Bifröst öðlast réttindi til málflutnings við Hæstarétt Íslands

Unnar Steinn Bjarndal, aðjúnkt við Háskólann á Bifröst, öðlaðist nýverið réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands. Unnar Steinn hefur kennt við Háskólann á Bifröst samhliða lögmannsstörfum sínum frá árinu 2009, fyrst sem stundakennari til ársins 2013 og sem aðjúnkt frá þeim tíma.
 
Unnar Steinn flutti fjórða og síðasta prófmál sitt fyrir Hæstarétti Íslands á dögunum í umboði Guðrúnar Sesselju Arnardóttur, hæstaréttarlögmanns, sem einnig er aðjúnkt við Háskólann á Bifröst. Háskólinn á Bifröst sendir Unnari Steini hamingjuóskir með áfangann.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta