Fyrirlestur þýska aktívistans Heinz Ratz við Háskólann á Bifröst 24. febrúar 2016

Fyrirlestur þýska aktívistans Heinz Ratz við Háskólann á Bifröst

Heinz Ratz, rithöfundur, skáld, tónlistarmaður og aktívisti heldur fyrirlestur í sal Háskólans á Bifröst, að Suðurgötu 10 í Reykjavík, mánudaginn 14. mars næstkomandi. Þar mun Heinz fjalla um óvenjulega nálgun sína á flóttamannavandanum í Þýskalandi.

Síðastliðin þrjú ár hefur Heinz Ratz, rithöfundur, skáld, tónlistarmaður og aktívisti, farið inn í flóttamannabúðir í Þýskalandi og sótt þangað tónlistarfólk í sveit sína Strom und Wasser. Í fyrstu var þetta gert í trássi við þýsk lög og reglur en hins hefur það gerst á síðustu misserum að háskólasamfélagið í Þýskalandi hefur vakið athygli á framlagi Heinz og heiðrað hann fyrir vikið.

Heinz mun halda fyrirlestur fyrir grunnnema á félagsvísindasviði Háskólans á Bifröst þann 12. mars en opinn fyrirlestur þann 14. mars í sal skólans að Suðurgötu 10, Reykjavík klukkan 12-12:50. Þar mun hann segja frá aðferð sinni en með henni hefur hann náð markverðum árangri í að rjúfa einangrun flóttafólks í Þýskalandi. Heinz verður hérlendis fyrir tilstilli tónlistarmannsins góðkunna, Egils Ólafssonar.

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta