Fréttir og tilkynningar
8. febrúar 2016
Háskólinn á Bifröst óskar eftir hagfræðingi
Um er að ræða fullt starf sem felur í sér skyldur á sviði kennslu og rannsókna, einkum á sviði
alþjóðahagfræði, þróunarhagfræði og stjórnmálahagfræði með sérstakri áherslu á fjármálastofnanir og vinnumarkaðsmál.
4. febrúar 2016
Gæði Háskólans á Bifröst staðfest
Háskólinn á Bifröst hefur nú fengið gæði skólans staðfest af hálfu Gæðaráðs íslenskra háskóla. Traust er borið til gæða prófgráða í bráð og lengd og námsumhverfis nemenda skólans.
Lesa meira
1. febrúar 2016
Hlýtur styrk til rannsóknarstarfa við Oxford háskóla
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs, hlýtur styrk til rannsóknarstarfa við Oxford háskóla.
Lesa meira
28. janúar 2016
Þátttaka kvenna í Gullegginu eykst
Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins og leggur áherslu á hugmyndir sem verða til innan háskólanna. Í ár var lögð sérstök áhersla á að hvetja konur til þátttöku og fjölgaði umsóknum kvenna úr 30% í 43% á milli ára.
Lesa meira
26. janúar 2016
Nemendur í viðskiptafræði í alþjóðlegu samstarfi
Núna í desember tók hópur nemenda í viðskiptafræði á Bifröst þátt í námskeiði ásamt nemendum frá fjórum öðrum löndum, Svíðþjóð, Finnlandi, Eistlandi og Lettlandi. Námskeiðið var sett á laggirnar af kennara í Finnlandi og hlaut styrk úr Nordplus áætluninni en þetta er í annað skiptið sem námskeiðið er haldið.
Lesa meira
25. janúar 2016
Máttur kvenna í Tansaníu
Háskólinn á Bifröst undirbýr nú í annað sinn námskeiðið Máttur kvenna í Tasaníu (WOMEN POWER). Markmið námskeiðsins er að aðstoða konur að finna viðskiptatækifæri í nærumhverfi sínu, vinna einfalda viðskiptaáætlun og fara af stað í atvinnurekstur.
Lesa meira
22. janúar 2016
Hávaði búsáhaldabyltingarinnar
Njörður Sigurjónsson, dósent á félagsvísindasviði Háskólans á Bifröst, var í viðtali í Víðsjá í Ríkisútvarpinu þann 20. janúar. Tilefnið var 7 ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar svonefndrar og ný grein um hávaðaframleiðslu í mótmælum, sem Njörður birtir í nýjast hefti Ritsins, tímariti Hugvísindastofnunar.
Lesa meira
21. janúar 2016
Rúmlega 50 hófu nám við Bifröst í janúar
Rúmlega 50 nýir nemendur hófu skólagöngu við Háskólann á Bifröst núna í janúar. Flestir hófu nám í grunn- og meistaranámi eða 39 en aðrir byrjuðu annars vegar í Háskólagátt og hins vegar í Verslunarstjórnun á Símenntunarstigi.
Lesa meira
21. janúar 2016
Metfjöldi skiptinema við Háskólann á Bifröst
Metfjöldi skiptinema stundar nú nám við Háskólann á Bifröst en þessa vorönnina eru þeir 40 talsins frá 13 löndum. Flestir koma frá Þýskalandi, Frakklandi, Tékklandi, Rúmeníu og Ungverjalandi. Skiptinemarnir setja svip sinn á samfélagið með nærveru sinni og hópurinn í ár er bæði fljótur að aðlagast aðstæðum og að kynnast íslenskum samnemendum sínum.
Lesa meira