Skoskir gestir á Bifröst 31. mars 2016

Skoskir gestir á Bifröst

Nýlega voru á ferð á Bifröst tveir góðir gestir frá Skotlandi, þær Ellen Mary Kingham og Lorna Castle. Þær starfa báðar á kennslusviði Moray College sem staðsettur er í Elgin, en skólinn er hluti af University of the Highlands and Islands. 
 
Þær Ellen Mary og Lorna fengu styrk til fararinnar úr kennarasjóði Erasmus áætlunarinnar og dvöldu á Bifröst í viku. Þann tíma nýttu þær til að funda með starfsfólki á kennaraskrifstofu auk þess að skoða háskólaþorpið og njóta fallegrar náttúrunnar í Norðurárdalnum. 
 
Með ferðinni vonuðust þær einna helst til þess að kynna sér þá verkferla sem íslensku kollegarnir nýta sér í daglegu starfi og að auka kunnáttu sína í fjarnámskennsluaðferðum enda Háskólinn á Bifröst leiðandi á því sviði hérlendis. Þá sögðu þær ætíð gott að hitta kollega til að bera saman bækur sínar og eins að kynnast daglegu lífi í háskólaþorpi eins og Bifröst. 
 
Háskólinn á Bifröst þakkar hinum skosku gestum kærlega fyrir komuna.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta