Undirbúningur fyrir opna daginn í fullum gangi 3. maí 2016

Undirbúningur fyrir opna daginn í fullum gangi

Nú er undirbúningur í fullum gangi á Bifröst fyrir opna daginn á fimmtudaginn. Þar munu nemendur og starfsfólk háskólans taka vel á móti gestum.  Hann Guðjón, verkstjóri á húsnæðissviði, eða Gaui eins og hann er ætíð kallaður, er einn af okkar frábæru starfsmönnum og lýsir þessi mynd honum vel. Enda hann kemur ætíð eins og kallaður þegar mikið liggur við hjá íbúum Bifrastar.

 „Ef það er rafmagnslaust, leki eða kviknað í þá komum við eins og skot en annars getur verið dálítill biðtími,“ segir Gaui,sem fer fyrir fríðum flokki viðhaldssmanna við háskólann.

Nóg er að gera hjá þeim félögum allan ársins hring við minniháttar viðgerðir, tiltektir og annað slíkt. Einnig er farið reglubundið yfir allt nemendahúsnæði og séð til þess að það sé í hinu besta ásigkomulagi. Þegar íbúar flytja út eru íbúðirnir yfirfarnar hátt og lágt og það lagfært sem þarf. Segjast þeir félagar skipta verkum bróðurlega á milli sín.

„Við förum aldrei inn í íbúðir nema án samþykkis íbúa,“ það er verkregla númer eitt, tvö og þrjú segir Gaui. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta