Fréttir og tilkynningar

Stór hópur skiptinema við Háskólann á Bifröst 31. ágúst 2015

Stór hópur skiptinema við Háskólann á Bifröst

Fjöldi skiptinema stundar nú nám við Háskólann á Bifröst en þessa haustönnina eru þeir 23 talsins frá 14 löndum. Flestir koma frá Þýskalandi, Singapore, Tékklandi, Japan, Hollandi og Ungverjalandi. Skiptinemarnir setja svip sinn á samfélagið með nærveru sinni og hópurinn í ár er bæði fljótur að aðlagast aðstæðum og að kynnast íslenskum samnemendum sínum.

Lesa meira
Gjöf til samfélagsins á Bifröst 28. ágúst 2015

Gjöf til samfélagsins á Bifröst

Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst færði á dögunum samfélaginu á Bifröst nýtt Canberra gasgrill. Leitaði Sjéntilmannaklúbburinn eftir samstarfsstyrk hjá Bauhaus sem tók vel í beiðnina. Bauhaus fékk svo grillframleiðandann OutdoorChef í Þýskalandi til að fullkomna samstarfið.

Lesa meira
Rússneskur starfsnemi að störfum hjá alþjóðasviði 25. ágúst 2015

Rússneskur starfsnemi að störfum hjá alþjóðasviði

Um þessar mundir er rússneskur starfsnemi að störfum hjá alþjóðasviði Háskólans á Bifröst.

Lesa meira
Skiptinemi við Bifröst sigraði í alþjóðlegri samkeppni og verður starfsnemi hjá SÞ 28. júlí 2015

Skiptinemi við Bifröst sigraði í alþjóðlegri samkeppni og verður starfsnemi hjá SÞ

Sarah-Lea Effert var skiptinemi frá Þýskalandi við Háskólann á Bifröst skólaárið 2013 - 2014. Á Bifröst fór hún með hlutverk "sendiherra Bandaríkjanna" í Bifröst Model UN (hermileikur SÞ) haustið 2013 sem haldið var í tengslum við námskeið Dr. Magnúsar Árna Magnússonar í alþjóðastjórnmálum.

Lesa meira
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir nýr sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst 14. júlí 2015

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir nýr sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, lektor, verður nýr sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún hefur starfað sem lektor á félagsvísindasviði og viðskiptasviði frá því í desember 2012 og þar áður sem aðjúnkt og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst frá 2010.

Lesa meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst 10. júlí 2015

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Hún hefur síðustu tvö árin starfað sem aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og hefur áður reynslu af störfum innan dómstóla sem aðstoðarmaður dómara og hefur einnig starfað við saksókn fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira
Verðlaunahafar á útskrift 8. júlí 2015

Verðlaunahafar á útskrift

Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst útskrifaði um 130 nemendur frá skólanum laugardaginn 13. júní. Nemendurnir sem útskrifuðust voru úr Háskólagátt, grunn- og meistaranámi.

Lesa meira
Brýnt að endurskoða skilvirkni núverandi fyrirkomulags á stuðningi ríkisins til landbúnaðar 6. júlí 2015

Brýnt að endurskoða skilvirkni núverandi fyrirkomulags á stuðningi ríkisins til landbúnaðar

Hópur nemenda við Háskólann á Bifröst skoðaði í misserisverkefni hverjar væru helstu afleiðingar stuðnings við landbúnað á íslenskt samfélag.

Lesa meira
10% aukning í grunnnám á Bifröst 6. júlí 2015

10% aukning í grunnnám á Bifröst

Talsverð fjölgun umsókna var í grunnnám Háskólans á Bifröst en umsóknarfrestur rann út um miðjan síðasta mánuð. Nemendum sem sækja um háskólanám á Bifröst hefur fjölgað á hverju ári undanfarin tvö ár. Fjölgunin núna er mest í viðskiptalögfræði en sú nýbreytni verður tekin upp á komandi skólaári að boðið verður upp á viðskiptalögfræði í fjarnámi og einnig sem sérstök námsbraut með vinnu. Einnig hefja tvær nýjar námsbrautir á félagsvísindasviði göngu sína í haust, þ.e. BA í byltingafræði og BA í miðlun og almannatengslum sem fengu góðar viðtökur.

Lesa meira