Fréttir og tilkynningar

Stór hópur skiptinema við Háskólann á Bifröst
Fjöldi skiptinema stundar nú nám við Háskólann á Bifröst en þessa haustönnina eru þeir 23 talsins frá 14 löndum. Flestir koma frá Þýskalandi, Singapore, Tékklandi, Japan, Hollandi og Ungverjalandi. Skiptinemarnir setja svip sinn á samfélagið með nærveru sinni og hópurinn í ár er bæði fljótur að aðlagast aðstæðum og að kynnast íslenskum samnemendum sínum.
Lesa meira
Gjöf til samfélagsins á Bifröst
Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst færði á dögunum samfélaginu á Bifröst nýtt Canberra gasgrill. Leitaði Sjéntilmannaklúbburinn eftir samstarfsstyrk hjá Bauhaus sem tók vel í beiðnina. Bauhaus fékk svo grillframleiðandann OutdoorChef í Þýskalandi til að fullkomna samstarfið.
Lesa meira
Rússneskur starfsnemi að störfum hjá alþjóðasviði
Um þessar mundir er rússneskur starfsnemi að störfum hjá alþjóðasviði Háskólans á Bifröst.
Lesa meira
Skiptinemi við Bifröst sigraði í alþjóðlegri samkeppni og verður starfsnemi hjá SÞ
Sarah-Lea Effert var skiptinemi frá Þýskalandi við Háskólann á Bifröst skólaárið 2013 - 2014. Á Bifröst fór hún með hlutverk "sendiherra Bandaríkjanna" í Bifröst Model UN (hermileikur SÞ) haustið 2013 sem haldið var í tengslum við námskeið Dr. Magnúsar Árna Magnússonar í alþjóðastjórnmálum.
Lesa meiraDr. Sigrún Lilja Einarsdóttir nýr sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, lektor, verður nýr sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún hefur starfað sem lektor á félagsvísindasviði og viðskiptasviði frá því í desember 2012 og þar áður sem aðjúnkt og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst frá 2010.
Lesa meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Hún hefur síðustu tvö árin starfað sem aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og hefur áður reynslu af störfum innan dómstóla sem aðstoðarmaður dómara og hefur einnig starfað við saksókn fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
Verðlaunahafar á útskrift
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst útskrifaði um 130 nemendur frá skólanum laugardaginn 13. júní. Nemendurnir sem útskrifuðust voru úr Háskólagátt, grunn- og meistaranámi.
Lesa meira
Brýnt að endurskoða skilvirkni núverandi fyrirkomulags á stuðningi ríkisins til landbúnaðar
Hópur nemenda við Háskólann á Bifröst skoðaði í misserisverkefni hverjar væru helstu afleiðingar stuðnings við landbúnað á íslenskt samfélag.
Lesa meira.jpg?w=640&h=420&mode=crop&scale=both&autorotate=true)
10% aukning í grunnnám á Bifröst
Talsverð fjölgun umsókna var í grunnnám Háskólans á Bifröst en umsóknarfrestur rann út um miðjan síðasta mánuð. Nemendum sem sækja um háskólanám á Bifröst hefur fjölgað á hverju ári undanfarin tvö ár. Fjölgunin núna er mest í viðskiptalögfræði en sú nýbreytni verður tekin upp á komandi skólaári að boðið verður upp á viðskiptalögfræði í fjarnámi og einnig sem sérstök námsbraut með vinnu. Einnig hefja tvær nýjar námsbrautir á félagsvísindasviði göngu sína í haust, þ.e. BA í byltingafræði og BA í miðlun og almannatengslum sem fengu góðar viðtökur.
Lesa meira