Fréttir og tilkynningar
11. maí 2016
Nýráðinn lektor í hagfræði
Francesco Macheda tók í byrjun maí við stöðu lektors í hagfræði við Háskólann á Bifröst. Starfið felur í sér skyldur á sviði kennslu og rannsókna, einkum á sviði alþjóðahagfræði, þróunarhagfræði og stjórnmálahagfræði með sérstakri áherslu á fjármálastofnanir og vinnumarkaðsmál.
Lesa meira
10. maí 2016
Útskrift úr Mætti kvenna
Nú í lok apríl útskrifuðust níu konur úr Mætti kvenna en þetta er í 25. sinn sem Háskólinn á Bifröst útskrifar konur úr náminu. Útskrifaðist fyrsti hópurinn vorið 2004 en um er að ræða ellefu vikna rekstrarnám, sem sérstaklega er ætlað konum sem vilja bæta við þekkingu sína í rekstri fyrirtækja, ásamt því að efla og styrkja tengslanet sín.
Lesa meira
6. maí 2016
Íslensk fjöldamótmæli í samtímanum: frá Búsáhaldabyltingu til Panamaskjala
Opin málstofa í tengslum við námsbraut í Byltingafræði við Háskólann á Bifröst föstudaginn 6. maí, í húsnæði Bifrastar við Suðurgötu 10 í Reykjavík, klukkan 12.00 - 13.20.
Lesa meira
4. maí 2016
Lögfræði, pólitík og krimmar á bókasafninu
Þær Ásta og Þórný á bókasafninu taka vel á móti nemendum og hjá þeim stöllum er hægt að læra í ró og næði. Á bókasafninu er að finna dágóðan bókakost sem háskólabókaverðir hafa í gegnum tíðina nostrað við að kaupa inn. Á opnum degi þann 5. maí verður bókasafnið opið fyrir gesti og gangandi.
Lesa meira
4. maí 2016
Opinn dagur Háskólans á Bifröst 5. maí
Háskólinn á Bifröst verður með opinn dag fimmtudaginn 5. maí, milli 14.00 – 17.00. Á opna deginum verður námsframboð skólans kynnt og boðið upp á glæsilega fjölskylduskemmtun á sama tíma.
Lesa meira
3. maí 2016
Undirbúningur fyrir opna daginn í fullum gangi
Nú er undirbúningur í fullum gangi á Bifröst fyrir opna daginn á fimmtudaginn. Þar munu nemendur og starfsfólk háskólans taka vel á móti gestum. Hann Guðjón, verkstjóri á húsnæðissviði, eða Gaui eins og hann er ætíð kallaður, er einn af okkar frábæru starfsmönnum og lýsir þessi mynd honum vel. Enda hann kemur ætíð eins og kallaður þegar mikið liggur við hjá íbúum Bifrastar.
Lesa meira
2. maí 2016
Ráðstefna Norræna sakfræðiráðsins haldin á Bifröst:
Árleg ráðstefna Norræna sakfræðiráðsins stendur nú yfir í Háskólanum á Bifröst. Ráðstefnan stendur yfir 1.- 4. maí en þátttakendur eru rúmlega 70 norrænir fræðimenn og doktorsnemar á sviði afbrotafræði, refsiréttar og skyldra greina auk fyrirlesara frá Englandi. Markmið ráðsins er að efla norrænar rannsóknir á sviði afbrotafræði og refsiréttar og veita stjórnvöldum upplýsingar til að byggja á stefnu í löggjöf og afbrotavörnum.
Lesa meira
29. apríl 2016
Ný stjórn Nemendafélagsins
Ný stjórn Nemendafélags Háskólans á Bifröst var kosin þann 11.mars síðastliðinn og tók formlega til starfa eftir árshátið nemenda og íbúa Bifrastar sem haldin var þann 12.mars. Nemendafélag Háskólans á Bifröst er hagsmunafélag allra nemenda á Bifröst og stendur félagið fyrir fjölbreyttum viðburðum í félagslífi nemenda.
Lesa meira
28. apríl 2016
Félag lögfræðinga í fyrirtækjum stofnað
Lögfræðingafélagið hélt í vikunni stofnfund fyrir félag lögfræðinga í fyrirtækjum. Tilgangur þess er fyrst og fremst sagður að vera að gæta hagsmuna lögfræðinga sem starfa hjá fyrirtækjum, fjalla um og skapa umræðu um störf þeirra og fjalla um áhugaefni þeirra innan lögfræðinnar. Eins að stuðla að auknum samskiptum meðal slíkra lögfræðinga svo og að efla samskipti lögfræðinga almennt.
Lesa meira