Lektor á lögfræðisviði flytur erindi á breskri lögfræði ráðstefnu 27. júní 2016

Lektor á lögfræðisviði flytur erindi á breskri lögfræði ráðstefnu

Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor á lögfræðisviði Háskólans á Bifröst, flutti nýverið erindi á árlegri Janders Dean Horizons ráðstefnunni í London. Ráðstefnan í ár einblíndi á nýjungar í lögfræðiþjónustu og hvernig mætti veita þátttakendum innblástur til að innleiða nýjan hugsunarhátt í sínu starfi og innan síns fyrirtækis.

Erindi Helgu Kristínar var á þessum nótum en í því fjallaði hún um hvernig menntun lögfræðinga getur haft áhrif á færni þeirra til nýsköpunar.

„Það er mikilvægt að lögfræðingar í nútíma starfsumhverfi tileinki sér tækninýjungar og tengi þær þekkingu sinni á sviði lögfræði til að skapa lausnir eða viðmót sem auka aðgengi almennings að þjónustunni,“ segir Helga Kristín.

Þá kynnti Helga Kristín, ásamt teymi, alþjóðlega verkefnið LawWithoutWalls. Um er að ræða samstarf bestu lagadeilda í heimi sem hefur m.a. þann tilgang að mennta lögfræðinga með nýja sýn. Hefur Helga Kristín leitt verkefnið fyrir hönd Háskólans á Bifröst.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta