Fréttir og tilkynningar
2. júní 2016
Upplifa Bifrastarandann á ný
Bifrestingar fá tækifæri til að hittast og rifja upp gamlar og góðar minningar á Reunion Bifrestinga sem skipulagt er af Hollvinasamtökum Bifrastar. Skemmtunin fer fram laugardaginn 4. júní næstkomandi í Lídó veislusal, Hallveigastíg 1 í Reykjavík.
Lesa meira
2. júní 2016
Ekki komist hjá siðferðislega þættinum í skattaumræðu
Málþing um skattasiðferði fyrirtækja fór fram á vegum Nomos, félags laganema við Háskólann á Bifröst sl. laugardag. Mikil vakning hefur orðið í samfélaginu á undanförnum vikum um skattasniðgöngu í kjölfar þeirra upplýsinga sem birtust í Panama-skjölunum. Á málþinginu tók m.a. til máls Soffía Eydís Björgvinsdóttir, stundakennari í skattarétti við lögfræðisvið Háskólans á Bifröst og jafnframt einn meðeiganda hjá KPMG,
Lesa meira
2. júní 2016
Sigrún Gunnarsdóttir, dósent á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst, kosin formaður Krabbameinsfélags Íslands
Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, dósent á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst, við Háskóla Íslands og Þekkingarsetri um þjónandi forystu, var nýverið kosin formaður Krabbameinsfélags Íslands. Sigrún tekur við af Jakobi Jóhannssyni, lækni, sem hafði verið í stjórn í átta ár, þar af formaður síðustu þrjú árin.
Lesa meira
1. júní 2016
Meistaranemar í lögfræði við Háskólann á Bifröst slá í gegn á Miami
Háskólinn á Bifröst hefur tekið þátt í verkefninu LawWithoutWalls frá árinu 2013. Verkefnið, sem er alþjóðlegt, tengir saman starfandi lögmenn sem og aðra fagmenn, laganema og áhættufjárfesta víða um heim. Tilgangurinn með verkefninu er að nemendur noti þekkingu sína á lögfræði, í bland við reynslu af öðrum sviðum, til að skapa lausnir sem auka réttaröryggi almennings eða auðvelda lögfræðingum að leysa úr verkefnum.
Lesa meira
31. maí 2016
Misserisvarnir nemenda veita innsýn í viðfangsefni og vandamál atvinnulífsins
Misserisvarnir fóru fram við Háskólann á Bifröst dagana 19-20 maí en þá verja nemendur misserisverkefni sín sem þeir hafa unnið að í hópum. Tilgangur misserisverkefna er margþættur en þau veita nemendum t.a.m. tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og öðlast þannig meiri sérfræðiþekkingu en ella. Þá eru verkefnin oft unnin í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir og veita þannig innsýn í viðfangsefni og vandamál atvinnulífsins.
Lesa meira
26. maí 2016
Þekking í viðskipta- og lögfræði mikilvæg í nútíma starfsumhverfi
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og bæjarritari Ísafjarðarbæjar, segir BA nám í viðskiptalögfræði á Bifröst hafa fleytt sér áfram þangað sem hún er í dag og komi kunnátta í fjármálum þar t.a.m. að afar góðum notum þegar komi til þess að gera fjárhagsáætlun fyrir sviðið. Slíkt sé ómetanlegt í bland við góða undirstöðukunnáttu í lögfræði.
Lesa meira
24. maí 2016
Lagadagur Nomos á Bifröst laugardaginn 28. maí
Lagadagur Nomos, félags laganema við Háskólann á Bifröst, verður haldinn laugardaginn 28. maí næstkomandi. Á deginum verður t.a.m.kynnt nýtt meistaranám í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst, sem nú er í mótun, og auk þess áhugaverð erindi og málstofa á dagskrá. Skráning er ókeypis og er dagurinn öllum opinn.
Lesa meira
23. maí 2016
BA gráða í HHS, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, frábær undirbúningur fyrir nútíma stjórnmál
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Pírata. Sigríður Bylgja er með BA gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst og MSc í Mannvistfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð.
Lesa meira
12. maí 2016
Verkefnastjóri kennslu óskast
Spennandi starf í einstöku umhverfi og heillandi samfélagi. Háskólinn á Bifröst óskar eftir verkefnastjóra kennslu. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki við að efla og styrkja kennslu í skólanum og starfa í nánu samstarfi við sviðsstjóra fagsviða og kennara skólans.
Lesa meira