Nýr verkefnastjóri kennslu á kennslusviði 2. september 2016

Nýr verkefnastjóri kennslu á kennslusviði

Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri kennslu á kennslusviði skólans. Valgerður tók við störfum í byrjun ágúst en hún tekur við starfinu af Höllu Tinnu Arnardóttur.

Verkefnastjóri kennslu hefur m.a. umsjón með gerð kennsluáætlana og stundaskráa. Framkvæmd kennslumats er á könnu verkefnastjórans ásamt kennslufræðilegri ráðgjöf svo og skipulagning vinnuhelga og námskeiðsframboðs.

Valgerður er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá HÍ, diplómagráðu í stjórnun frá framhaldsdeild KHÍ, MA í þýsku og menntunarfræðum frá Macquarie University, School of Modern Languages, í Ástralíu og uppeldis- og kennslufræði frá HÍ. Hún hefur kennt á framhaldsskólastigi í MK, MA, FS og Iðnskólanum í Reykjavík þar sem hún var deildarstjóri. Auk þessa hefur Valgerður komið að gerð námsskrár, námsefnis og viðmiðaramma og sinnt verkefnastjórn Gulleggsins auk þess að hafa starfað sem leiðsögumaður.