Nýr verkefnastjóri kennslu á kennslusviði 2. september 2016

Nýr verkefnastjóri kennslu á kennslusviði

Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri kennslu á kennslusviði skólans. Valgerður tók við störfum í byrjun ágúst en hún tekur við starfinu af Höllu Tinnu Arnardóttur.

Verkefnastjóri kennslu hefur m.a. umsjón með gerð kennsluáætlana og stundaskráa. Framkvæmd kennslumats er á könnu verkefnastjórans ásamt kennslufræðilegri ráðgjöf svo og skipulagning vinnuhelga og námskeiðsframboðs.

Valgerður er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá HÍ, diplómagráðu í stjórnun frá framhaldsdeild KHÍ, MA í þýsku og menntunarfræðum frá Macquarie University, School of Modern Languages, í Ástralíu og uppeldis- og kennslufræði frá HÍ. Hún hefur kennt á framhaldsskólastigi í MK, MA, FS og Iðnskólanum í Reykjavík þar sem hún var deildarstjóri. Auk þessa hefur Valgerður komið að gerð námsskrár, námsefnis og viðmiðaramma og sinnt verkefnastjórn Gulleggsins auk þess að hafa starfað sem leiðsögumaður.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta