Ný bók Dr. Ágústs Einarssonar um sjávarútveg 25. ágúst 2016

Ný bók Dr. Ágústs Einarssonar um sjávarútveg

Bókin Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi eftir Dr. Ágúst Einarsson, prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans, er fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku sem kemur út hérlendis. Í bókinni er fjallað um sjávarútveg frá fjölmörgum sjónarhornum og er bókin tæpar 400 bls.

Sjávarútvegur hefur staðið undir mikilli breytingu lífskjara hér á landi í rúma öld og getið af sér margar stoð- og þjónustugreinar. Eru niðurstöður Ágústs m.a. þær að það sé réttnefni hér á landi að kalla 20. öldina öld sjávarútvegsins. Í bókarlok leggur höfundur fram tillögur til umbóta til að efla sjávarútveg hérlendis og greinir frá því hvernig taka eigi á helstu ágreiningsefnum tengdum sjávarútvegi.

Víða er leitað fanga og er bókin ríkulega skreytt ljósmyndum og skýringarmyndum. Útgefendur bókarinnar eru Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri. Rektorar háskólanna, Eyjólfur Guðmundsson og Vilhjálmur Egilsson, fylgja bókinni úr hlaði með inngangsorðum. Bókin er seld í Bóksölu stúdenta.

Rætt er ítarlega við Ágúst um bókina í Morgunblaðinu og má nálgast viðtalið hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta