Vísindaþing um þjónandi forystu 30. ágúst 2016

Vísindaþing um þjónandi forystu

Vísindaþing um þjónandi forystu, 3rd Global Servant Leadership Research Roundtable, verður haldið dagana 1-2 september 2016 við Háskólann á Bifröst. Þingið er haldið af Þekkingarsetri um þjónandi forystu en Háskólinn á Bifröst hefur átt í góðu samtarfi við þekkingarsetrið undanfarin ár.

Þá verða opinberir fyrirlestrar um þjónandi forystu haldnir í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, þriðjudaginn 30. ágúst kl 17:30. Sigrún Gunnarsdóttir, formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu, er dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og sat hún fyrir svörum um þjónandi forystu og væntanlega fyrirlestra og vísindaþing í Mannlega þættinum í Ríkisútvarpinu í morgun. Viðtalið má nálgast hér 

Meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst er fjölbreytt og krefjandi nám sem ætlað er að búa nemendur undir forystu- og stjórnunarstörf. Sérstakt námskeið í þjónandi forystu er önnur undirstaða námsins. Sjá nánar um námið hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta