Fréttir og tilkynningar
23. júní 2016
Tengslanetið á Bifröst kemur sér vel
Asco Harvester er eitt sex frumkvöðlafyrirtækja sem nýverið hlutu styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Einn stofnenda fyrirtæksins er Anna Ólöf Kristjánsdóttir, viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst, sem stofnaði fyrirtækið með mágkonu minni og bróður í ársbyrjun 2015, eftir að hafa fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði. Anna Ólöf sér um daglegan rekstur fyrirtækisins og segir raunhæf verkefni í námi hafa nýst vel í því starfi.
Lesa meira
20. júní 2016
Fagmenntun í þjálfun starfsmanna í ferðaþjónustu
Hópur starfsmanna íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja lauk í vor námi sem starfsþjálfar á vinnustað. Námið kallast TTRAIN, er stendur fyrir Tourism training, og er styrkt af Erasmus+ áætluninni, undir stjórn Rannsóknaseturs verslunarinnar og símenntunar Háskólans á Bifröst.
Lesa meira
14. júní 2016
Umsóknarfrestur í Háskólann á Bifröst er til 15. júní
Frestur til að sækja um í grunnnámi rennur út 15. júní næstkomandi. Í boði eru fjölbreyttar námsbrautir á viðskiptasviði, lögfræðisviði og félagsvísindasviði. Grunnnámið er hægt að taka sem staðnám í heillandi og fjölskylduvænu umhverfi eða í vel skipulögðu fjarnámi.
Lesa meira
14. júní 2016
Háskólinn á Bifröst aðili að markhópagreiningu fyrir íslenska ferðaþjónustu
Háskólinn á Bifröst og Rannsóknarmiðstöð Ferðamála/Háskólinn á Akureyri hafa á síðustu misserum í sameiningu unnið markhópagreiningu fyrir íslenska ferðaþjónustu. Markmiðið er að gefa skýrari mynd af þeim ferðamönnum sem von er á hingað til lands. Verkefnið hefur verið fjármagnað af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og verður fjármagnað af Stjórnstöð ferðamála í framhaldinu.
Lesa meira
13. júní 2016
Úr kennslu í lögfræðinám
Lilja Björg Ágústsdóttir er meistaranemi í lögfræði við Háskólann á Bifröst. Hún býr í uppsveitum Borgarfjarðar, er gift og á þrjá syni. Lilja Björg lauk B.ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands árið 2011 og starfaði sem grunnskólakennari á árunum 2006 – 2014. Lengst af kenndi hún við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Lesa meira
11. júní 2016
Samvinnugeta, aðlögunarhæfni og ábyrgð aðalsmerki Bifrestinga - útskrift frá Háskólanum á Bifröst í dag
Vilhjálmur Egilsson rektor útskrifaði rúmlega 120 nemendur úr öllum deildum skólans í dag, laugardaginn 11. júní, við hátíðlega athöfn. Í útskriftarræðu sinni til útskriftarnemenda vék Vilhjálmur að því að skilningur á lífinu og umhverfinu, aðlögunarhæfni, samvinnugeta, kjarkur til að taka ákvarðanir og ábyrgð væru aðalsmerki Bifrestinga. Þannig hefðu þeir byggt upp með sér hið innra hugrekki sem þurfi til að glíma við hvert það viðfangsefni sem á vegi þeirrra verður.
Lesa meira
9. júní 2016
Upplifði Bifrastarandann í Harvard
Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmda- og fjármálastjóri GG Verk, útskrifaðist úr BA námi í HHS (heimspeki,hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst árið 2007. Þegar Brynhildur hóf nám í HHS árið 2005 var hún 28 ára og hafði verið í námshléi frá stúdentsprófi en þyrsti í meira nám.
Lesa meira
8. júní 2016
Málfutningur laganema fyrir dómi
Meistaranemar í lögfræði við Háskólann á Bifröst fluttu mál í Héraðsdómi Vesturlands í lok síðustu viku en málflutningurinn er hluti af námskeiðinu Málflutningur fyrir dómi.
Lesa meira
8. júní 2016
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 11. júní
Næstkomandi laugardag hinn 11. júní kl. 13.30 verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls munu rúmlega 120 nemendur útskrifast úr grunnnámi og meistaranámi ásamt Háskólagátt og símenntun.
Lesa meira