Vinnustofa á vegum Félags rannsóknarstjóra á Íslandi 19. október 2016

Vinnustofa á vegum Félags rannsóknarstjóra á Íslandi

Félag rannsóknastjóra á Íslandi stóð nýverið fyrir vinnustofu við Háskólann á Bifröst í samstarfi við EARMA (Félag evrópskra rannsóknastjóra). Dr. Mirjam Siesling frá Háskólanum í Tilburg í Hollandi var gestur vinnustofunnar á vegum EARMA og ræddi um rannsóknastjórnun innan Horizon 2020 áætlunar frá sjónarhóli hug- og félagsvísinda. Einnig fluttu erindi, þær Sigrún Ólafsdóttir frá Rannís og Birna Gunnarsdóttir frá Háskóla Íslands.

„Félagið okkar er ungt, en hefur síðustu ár staðið fyrir viðburðum sem þessum, bæði til að efla þekkingu og fræðslu innan fagsins en einnig til að styrkja tengslin milli okkar sem vinnum í rannsóknasamfélaginu á Íslandi“ segir Kári Joensen rannsóknastjóri og lektor við Háskólann á Bifröst.

Deginum lauk með gönguferð að fossinum Glanna, í nágrenni Bifrastar, og að því loknu kvöldverði á Hótel Bifröst.

Nánari upplýsingar um ICEARME má nálgast hér  og um EARMA hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta