Sjálfbærni á Norðurlöndunum litin gagnrýnum augum 12. október 2016

Sjálfbærni á Norðurlöndunum litin gagnrýnum augum

Dr. Torsten Graap, prófessor við THI viðskiptaháskólann í Ingolstadt, fékk hugmynd að bókinni The Future of the North. Sustainability in the Nordic Countries, þegar hann dvaldi sem gestakennari við Háskólann á Bifröst árið 2014. Bókin mun fjalla um sjálfbærni á Norðurlöndum og er sameiginlegt verkefni hóps fræðimanna.

Torsten segir hugmyndina hafa kviknað þar sem hann var á göngu um Bifröst með hraun og fallega náttúruna allt í kring. Þá hafi hann hugsað að tími væri til kominn að skrifa um málefni sem væri honum hjartans mál eins og sjálfbærni og skoða hvernig Norðurlöndin væru að standa sig í slíkum málum. Það hafi m.a. komið í ljós við vinnslu bókarinnar að nokkur munur sé á árangri landanna í þessum efnum og að ekkert sé dregið undan um slíkt í bókinni. 

Eru Norðurlöndin með einhverjum hætti leiðtogar?

Bókin mun fjalla um sjálfbærni á Norðurlöndunum, skoða með gagnrýnum hætti þá hugmynd hvort Norðurlönd sé með einhverjum hætti leiðtogar þegar kemur að innleiðingu hugmyndafræði um sjálfbæra þróun, og meta síðan hvaða lærdóm megi draga af reynslu Norðurlandanna, og þau sér í lagi fyrir Evrópu.

„Ég hef unnið með honum að verkefninu frá upphafi en nú er hópurinn sem kemur að verkefninu tæplega tuttugu talsins og um helmingur okkar fundaði nýverið á Bifröst. Þar hittumst við á vinnufundi og fórum yfir drög að þeim köflum sem eru komnir fyrir bókina,“ segir Auður Ingólfsdóttir, lektor í félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.

Bókin verður gefin út í Þýskalandi (á ensku) og verkefnið hefur verið styrkt af Norðurslóðaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Sjá má viðtal við Torsten hér að neðan.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta