Málstofa um ferðaþjónustu á tímamótum
Ferðaþjónusta á tímamótum - klasar og sviðsmyndir er yfirskrift málstofu um ferðaþjónustu sem haldin er af Klasasetri Íslands í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst.
Erindi á vegum Háskólans á Bifröst verður flutt í málstofunni af Brynjari Þór Þorsteinssyni, aðjúnkt við viðskiptadeild, í fjarveru Einars Svanssonar. Þar mun Brynjar Þór fjalla um markhópalíkan fyrir íslenska ferðaþjónustu sem byggt er á markhópagreiningu sem Háskólinn á Bifröst og Rannsóknarmiðstöð Ferðamála/Háskólinn á Akureyri unnu í sameiningu fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Greiningin var unnin með það að markmiði að gefa skýrari mynd af þeim ferðamönnum sem von er á hingað til lands og lesa má nánar um verkefnið á vef Háskólans á Bifröst hér
Málþingið fer fram fimmtudaginn 27. október í Háskólanum á Akureyri og má nálgast allar helstu upplýsingar hér
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta