Máttur kvenna í Tansaníu kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu
Verkefnið Máttur kvenna í Tansaníu vakti athygli á alþjóðlegri ráðstefnu á eyjunni Zanzibar. En eyjan er í Indlandshafinu og hluti af Tansaníu. Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, sviðsstóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst, sem hefur leitt verkefnið, kynnti niðurstöður rannsóknar sem unnin var í tengslum við verkefnið.
Niðurstöðurnar varpa skýru ljósi á erfiðleika tansanískra kvenna til frumkvöðlastarfsemi. Þær eru bundnar yfir erfiðum heimilisrekstri og hafa takmarkaða möguleika á að taka þátt í atvinnusköpun. Konurnar þyrstir í að vera virkari utan heimilisins og vilja gjarnan brjótast úr viðjum vanans og menningarhefða sem heftir þær í nýsköpun og tengslamyndun utan heimilis.
Háskólinn á Bifröst mun halda áfram þátttöku í verkefninu, en næsta nýsköpunarnámskeið fyrir konur í Tansaníu hefur þegar verið fjármagnað m.a. með veglegum styrk úr samfélagssjóð Virðingar, Alheimsauði.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta