Fréttir og tilkynningar

Dr. Magnús Árni meðal kaflahöfunda í bók hjá Palgrave Macmillan 27. september 2016

Dr. Magnús Árni meðal kaflahöfunda í bók hjá Palgrave Macmillan

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, er einn kaflahöfunda bókarinnar, Public and Social Services in Europe, From Public and Municipal to Private Sector Provision, sem gefin er út á vegum Palgrave Macmillan bókaútgáfunnar.

Lesa meira
Máttur kvenna í Tansaníu kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu 21. september 2016

Máttur kvenna í Tansaníu kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu

Verkefnið Máttur kvenna í Tansaníu vakti athygli á alþjóðlegri ráðstefnu á eyjunni Zanzibar. En eyjan er í Indlandshafinu og hluti af Tansaníu. Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, sviðsstóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst, sem hefur leitt verkefnið, kynnti niðurstöður rannsóknar sem unnin var í tengslum við verkefnið.

Lesa meira
Skiptinemar setja svip sinn á háskólalífið á Bifröst 15. september 2016

Skiptinemar setja svip sinn á háskólalífið á Bifröst

Á hverju ári sækist hópur nemenda víðsvegar um heim eftir því að stunda skiptinám við Háskólann á Bifröst. Skiptinemarnir nú á haustönn eru alls 31 og koma frá 13 löndum. Þar af stunda nú átta nemendur frá Asíu nám við Háskólann á Bifröst og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Lesa meira
Þjónandi forysta nýtt jafnt í einkalífi sem starfi 13. september 2016

Þjónandi forysta nýtt jafnt í einkalífi sem starfi

Vísindaþing um þjónandi forystu, Global Servant Leadership Research Roundtable, var haldið nýverið við Háskólann á Bifröst. Þar komu saman nokkrir af fremstu fræðimönnum heims í greininni og byggðist dagskráin upp á fyrirlestrum og pallborðsumræðum.

Lesa meira
Nýr starfsmaður á sviði annarrar menntastarfssemi 12. september 2016

Nýr starfsmaður á sviði annarrar menntastarfssemi

Jóhannes Baldvin Pétursson hefur verið ráðinn starfsmaður inn á nýtt svið annarrar menntastarfsemi. Hann er ráðinn í 50% starf og mun fyrst í stað hafa umsjón með námskeiðum sem eru í gangi hverju sinni.

Lesa meira
Nýlendustefnuna þarf að berja til baka 8. september 2016

Nýlendustefnuna þarf að berja til baka

Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, skrifar grein á fréttavef Skessuhorns undir fyrirsögninni Nýlenduarðurinn. Í greininni.segir Vilhjálmur nýlenduarð íbúðaeigenda á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1995 vera um 1.000 milljarðar króna en arðurinn felist í því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað tvöfalt meira en almennt verðlag á þessum tíma.

Lesa meira
Mögulegt samstarf rætt við háskóla í Tansaníu 7. september 2016

Mögulegt samstarf rætt við háskóla í Tansaníu

Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst, fundaði í vikunni með fulltrúum þriggja háskóla í Tansaníu. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Mzumbe University í Dar Es Salaam, helstu viðskiptaborg Tansaníu.

Lesa meira
Nýr verkefnastjóri kennslu á kennslusviði 2. september 2016

Nýr verkefnastjóri kennslu á kennslusviði

Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri kennslu á kennslusviði skólans. Valgerður tók við störfum í byrjun ágúst en hún tekur við starfinu af Höllu Tinnu Arnardóttur.

Lesa meira
Vísindaþing um þjónandi forystu 30. ágúst 2016

Vísindaþing um þjónandi forystu

Vísindaþing um þjónandi forystu, 3rd Global Servant Leadership Research Roundtable, verður haldið dagana 1-2 september 2016 við Háskólann á Bifröst. Þingið er haldið af Þekkingarsetri um þjónandi forystu en Háskólinn á Bifröst hefur átt í góðu samtarfi við þekkingarsetrið undanfarin ár.

Lesa meira