Fréttir og tilkynningar

Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna 3. desember 2015

Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna

Málþing á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík í samstarfi við háskólann á Bifröst.

Lesa meira
Ný bók um menningarhagfræði á ensku eftir Ágúst Einarsson 2. desember 2015

Ný bók um menningarhagfræði á ensku eftir Ágúst Einarsson

Háskólinn á Bifröst hefur gefið út bókina Cultural Economics eftir dr. Ágúst Einarsson prófessor. Í bókinni er fjallað um virði, skapandi atvinnugreinar, eftirspurn og framboð innan menningar, hlutverk stjórnvalda og markmið og mótun menningarstefnu. Fjallað er jafnframt um menningarlega arfleifð og tengsl menningar við þróunarmál sem og alþjóðlega verslun, markaðsmál, fjármál og stjórnun í menningariðnaði.

Lesa meira
Alþjóðafulltrúi heimsótti samstarfsskóla í Singapore 23. nóvember 2015

Alþjóðafulltrúi heimsótti samstarfsskóla í Singapore

Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst fór til Singapore í lok október og heimsótti þar tvo samstarfskóla, SP Jain School of Global Management og Singapore Management University. Tilgangur ferðarinnar var að kynna Sumarskólann 2016 og vakti heimsóknin mikla athygli eins og myndirnar sýna.

Lesa meira
Stofnfundur Nomos Alumni 23. nóvember 2015

Stofnfundur Nomos Alumni

Föstudaginn 13. nóvember s.l. var haldinn stofnfundur Nomos Alumni, félags útskrifaðra af lögfræðisviðið Háskólans á Bifröst.

Lesa meira
Jólaverslun 2015 og jólagjöfin í ár 20. nóvember 2015

Jólaverslun 2015 og jólagjöfin í ár

Rannsóknaseturs verslunarinnar áætlar að jólaverslun aukist um 7% frá síðasta ári. Ef leiðrétt er fyrir verðhækkunum á tímabilinu nemur aukningin 6,5% að magni til. Samkvæmt spánni má ætla að hver landsmaður verji að meðaltali um 45.300 krónum til kaupa á vörum fyrir jólin í nóvember og desember umfram verslun aðra mánuði ársins.

Lesa meira
Málsaðilar tjá sig ekki – kerfið svarar ekki fyrir sig 20. nóvember 2015

Málsaðilar tjá sig ekki – kerfið svarar ekki fyrir sig

Nomos, félaga laganema, hélt í vikunni málstofu um beitingu gæsluvarðhalds í tengslum við rannsóknir kynferðisbrotamála. Tilefnið var hin mikla umræða sem hefur skapast um almannahagsmuni í kjölfar þess að ekki var farið fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna við rannsókn lögreglu á nauðgun nýverið. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs, hélt erindi en hún vann að rannsókn á einkennum og meðferð nauðgunarmála sem lögregla á Íslandi hafði til rannsóknar árin 2008 og 2009.

Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir í Gulleggið 2016 18. nóvember 2015

Opnað fyrir umsóknir í Gulleggið 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í frumkvöðlakeppnina Gulleggið 2016. Klak Innovit stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni sem hefur það að markmiði að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Þátttakendur öðlast dýrmæta reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda sem og rekstri fyrirtækja og er því frábær vettvangur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd á markvissan hátt.

Lesa meira
Námskeið í frumkvöðlafræði fyrir konur 16. nóvember 2015

Námskeið í frumkvöðlafræði fyrir konur

Female verkefninu lýkur um næstu mánaðarmót en það hófst í september 2013. Samstarfaðilar eru sex frá fimm löndum, Íslandi, Bretlandi, Litháen, Spáni og Ítalíu en Vinnumálastofnun leiðir verkefnið. Auk Vinnumálastofnunar er Háskólinn á Bifröst samstarfsaðili.

Lesa meira
Nýsköpun í opinberri þjónustu - Ráðstefna á Bifröst 16. nóvember 2015

Nýsköpun í opinberri þjónustu - Ráðstefna á Bifröst

Símenntun Háskólans á Bifröst hélt á dögunum ráðstefnu á Bifröst þar sem evrópska samstarfsverkefninu IMPROVE var hleypt af stokkunum. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem miðar að því að auka nýsköpun í opinberri þjónustu með notkun tæknilausna í hinum dreifðari byggðum.

Lesa meira