Fréttir og tilkynningar

Hagsmunir nemenda í forgangi 11. nóvember 2016

Hagsmunir nemenda í forgangi

Rektorar allra íslensku háskólanna skora á verðandi ríkisstjórn og nýkjörna þingmenn að hækka framlög til háskólanna að lágmarki um tvo milljarða króna árlega á næstu árum.

Lesa meira
Gæðadagur Háskólans á Bifröst undirstrikar að gæðamál háskóla eru í stöðugri þróun 9. nóvember 2016

Gæðadagur Háskólans á Bifröst undirstrikar að gæðamál háskóla eru í stöðugri þróun

Gæðadagur Háskólans á Bifröst var haldinn nú í vikunni. Fyrirlestrar um næstu skref í gæðamálum íslenskra háskóla vógu þungt í dagskránni auk umfjöllunar um gæðaverkefni sem Háskólinn á Bifröst beitir sér fyrir um þessar mundir. Ólafur Ísleifsson, gæðastjóri Háskólans á Bifröst, segir daginn mikilvægt nýmæli í gæðastarfi Háskólans á Bifröst

Lesa meira
Aukin áhersla á góða leiðtoga í nýafstöðnum kosningum 4. nóvember 2016

Aukin áhersla á góða leiðtoga í nýafstöðnum kosningum

Sigurður Ragnarsson, forseti Viðskiptadeildar, var í viðtali á Bylgjunni í Reykjavík síðdegis og ræddi um forystu og leiðtogafræði í tengslum við nýafstaðnar kosningar. Komið er inná margt í viðtalinu, m.a. er rætt um Bjarna Benediktsson og Katrínu Jakobsdóttur og almennt um hvað sé góður leiðtogi.

Lesa meira
Viðskiptafræðinám á Bifröst frábær undirbúningur 31. október 2016

Viðskiptafræðinám á Bifröst frábær undirbúningur

Húni Jóhannesson, stundakennari við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, útskrifaðist nýverið úr meistarnámi í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Hann varð í hópi þeirra 10% útskrifaðra sem hlotið hafa hæstu einkunn frá árinu 2008 en Húni hlaut 9 í einkunn fyrir ritgerð sína. Vitnað er í ritgerð Húna í Viðskiptablaðinu og má nálgast greinina hér

Lesa meira
Málstofa um ferðaþjónustu á tímamótum 26. október 2016

Málstofa um ferðaþjónustu á tímamótum

Ferðaþjónusta á tímamótum - klasar og sviðsmyndir er yfirskrift málstofu um ferðaþjónustu sem haldin er af Klasasetri Íslands í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst.

Lesa meira
Farsælt samstarf við Rúmenska háskóla 25. október 2016

Farsælt samstarf við Rúmenska háskóla

Karl Eiríksson, alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst, heimsótti fjóra samstarfsskóla háskólans í Rúmeníu nú fyrr í haust. Þangað fór Karl með það að markmiði að kynna sér starfið í háskólunum þar ytra og um leið að kynna fyrir rúmenskum háskólanemum Alþjóðlega Sumarskólann við Háskólann á Bifröst.

Lesa meira
Vinnustofa á vegum Félags rannsóknarstjóra á Íslandi 19. október 2016

Vinnustofa á vegum Félags rannsóknarstjóra á Íslandi

Félag rannsóknastjóra á Íslandi stóð nýverið fyrir vinnustofu við Háskólann á Bifröst í samstarfi við EARMA (Félag evrópskra rannsóknastjóra). Dr. Mirjam Siesling frá Háskólanum í Tilburg í Hollandi var gestur vinnustofunnar á vegum EARMA og ræddi um rannsóknastjórnun innan Horizon 2020 áætlunar frá sjónarhóli hug- og félagsvísinda. Einnig fluttu erindi, þær Sigrún Ólafsdóttir frá Rannís og Birna Gunnarsdóttir frá Háskóla Íslands.

Lesa meira
Sjálfbærni á Norðurlöndunum litin gagnrýnum augum 12. október 2016

Sjálfbærni á Norðurlöndunum litin gagnrýnum augum

Dr. Torsten Graap, prófessor við THI viðskiptaháskólann í Ingolstadt, fékk hugmynd að bókinni The Future of the North. Sustainability in the Nordic Countries, þegar hann dvaldi sem gestakennari við Háskólann á Bifröst árið 2014. Bókin mun fjalla um sjálfbærni á Norðurlöndum og er sameiginlegt verkefni hóps fræðimanna.

Lesa meira
Fjölbreytileiki eykur möguleika á góðum hugmyndum 10. október 2016

Fjölbreytileiki eykur möguleika á góðum hugmyndum

Dr. Sherry Robinson, lektor í viðskipta- og hagfræði við Penn State háskólann í Hazleton, Pensylvaníu, er Fullbright gestakennari við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst nú á haustönn. Samhliða vinnur Sherry að rannsókn sinni á notkun leikja í námi.

Lesa meira