Starfsnám sameinaði áhuga á óperuforminu og nýsköpun 15. febrúar 2017

Starfsnám sameinaði áhuga á óperuforminu og nýsköpun

Jóhanna Kristín Jónsdóttir, nemandi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, vann að Óperudögum í Kópavogi sumarið 2016 í sínu starfsnámi. Jóhanna Kristín segir að vel hafi verið tekið í sínar hugmyndir og starfsnámið hafi sameinað áhuga hennar á óperuforminu annars vegar og nýsköpun hins vegar. Tilgangur hátíðarinnar var að skapa vettvang fyrir unga óperusöngvara auk þess að færa óperuformið út í nærsamfélagið.

Arna Schram, forstöðumaður listhúss Kópavogsbæjar, segir forsvarsmenn hátíðarinnar sannarlega hafa notið góðs af starfi Jóhönnu Kristínar og þeir muni tvímælalaust óska eftir frekari samvinnnu við Háskólann á Bifröst.

Nemendur við Háskólann á Bifröst sækja starfsnám á ólíkum sviðum atvinnulífsins og öðlast þannig hagnýta reynslu af störfum á sínu áhugasviði. Nemendur geta sótt um starfsnám í stað valnámskeiðs og fá fyrir það 6 ECTS einingar fyrir fulla vinnu í fjórar vikur. Starfsnám er í boði bæði fyrir grunn- og meistaranema en nemendur þurfa að hafa lokið ákveðnum einingafjölda til að geta sótt um.

Sjá má viðtal við þær Jóhönnu Kristínu og Örnu hér að neðan.