Útskrift nemenda í beinni útsendingu
Háskólinn á Bifröst nýtir sér framsækna fjarkennslutækni sína við útskrift nemenda á morgun, laugardaginn 18. febrúar, en útskriftin verður send út á Facebook Live.
„Við vitum ekki betur en að við séum fyrsti háskóli landsins til að nýta okkur þessa tækni við útskrift nemenda. Það er afar ánægjulegt að geta leyft sem flestum að njóta þessa hátíðlega viðburðar með okkur t.a.m. fjarnemum okkar sem finna má um allt land og heim,“ segir Hjalti Rósinkrans Benediktsson umsjónarmaður kennslukerfa við Háskólann á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst stendur framarlega á sviði fjarnáms, allt grunnnám er kennt í fjarnámi og einnig allt meistaranám í viðskipta- og félagsvísindadeild.
Útskrifaðir verða rétt rúmlega 80 nemendur úr námi í verslunarstjórnun, Háskólagátt og úr viðskipta- laga- og félagsvísindadeild háskólans.
Hægt er að fylgjast með útsendingunni á Facebook live og Youtube live
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta