Þjónustustjóri óskast 13. febrúar 2017

Þjónustustjóri óskast

Spennandi starf í einstöku umhverfi og heillandi samfélagi.

Þjónustustjóri Háskólans á Bifröst er í lykilhlutverki í móttöku skólans, tekur á móti erindum og sinnir upplýsingagjöf. Hann starfar á kennslusviði skólans.

Starfssvið

  • Umsjón með móttöku skólans
  • Símsvörun
  • Útgáfa vottorða
  • Umsjón með bókunum í fundarsali og stofur
  • Upplýsingagjöf um nám og námsleiðir

Hæfni og menntunarkröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi, að lágmarki stúdentspróf
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund

Um er að ræða fullt starf á Bifröst og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Búseta á Bifröst eða í Borgarfirði er æskileg.

Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar nk. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun.

Umsóknir og fyrirspurnir um starfið skal senda á kennslustjóra.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta